Líahóna
Hvað var að gerast á tíma Jesaja?
Mars 2024


„Hvað var að gerast á tíma Jesaja?“ Líahóna, mars 2024.

Kom, fylg mér

2. Nefí 11–19

Hvað var að gerast á tíma Jesaja?

Ljósmynd
kort sem sýnir staði á tíma Jesaja

Nefí fann sig innblásinn til að miðla mörgum orðum Jesaja spámanns. Skilningur á landfræðilegu og stjórnmálalegu samhengi að baki spádóma Jesaja getur hjálpað ykkur að læra um samlíkingarnar sem hann notaði við að spá um sinn tíma og okkar tíma.

Þetta kort sýnir konungsríkin á tíma Jesaja. Þið getið notað það við lesturinn er Nefí vitnar í Jesaja. Jesaja gæti vísað til staðar á ýmsan hátt: með nafni staðarins, höfuðborg, meginættkvísl Ísraels, stjórnmálaleiðtoga eða með öðrum táknum. Skoðið neðanmálstilvísanirnar í ritningunum til frekari innsýnar.

1. Sýrland

  • Höfuðborg: Damaskus

  • Hjálpaði Ísrael að gera árás á Júda fyrir að ganga ekki til liðs við samherja gegn Assýríu

  • Leiðtogi: Resín (sjá 2. Nefí 17:1, 4, 8)

2. Ísrael

3. Júdaríki

4. Assýría

  • Herveldi á tíma Jesaja

  • Hertók Sýrland, Ísrael og að endingu Júdaríki, að undanskildri Jerúsalem

  • Tvístraði ættkvíslunum tíu

  • Var síðar hertekið af Babýlon

  • Táknræn um dramb og tortímingu hinna ranglátu við síðari komuna (sjá 2. Nefí 20)

5. Babýlon

  • Hertók Assýríu og Júdaríki

  • Gerðu Gyðinga útlæga frá Jerúsalem

  • Táknræn fyrir heiminn og ranglæti hans

Prenta