„Gjaldfrjáls áskrift nú möguleg að kirkjutímaritum,“ Líahóna, mars 2024.
Gjaldfrjáls áskrift nú möguleg að kirkjutímaritum
Kirkjutímaritin eru nú fáanleg gjaldfrjálst fyrir meðlimi um allan heim. Skráið ykkur fyrir árlegri áskrift að:
-
Líahóna (fyrir fullorðið fólk).
-
Til styrktar ungmennum (fyrir 12 til 18 ára).
-
Barnavini (fyrir börn).
Í yfirlýsingu um þetta nýja framtak útskýrði öldungur Dieter F. Uchtdorf í Tólfpostulasveitinni: „Kirkjan vill auka aðgang að orðum spámannanna og við njótum þeirrar ánægju að bjóða fram prentuð eintök tímaritanna kirkjunnar gjaldfrjálst“ (1. ágúst 2023, newsroom.ChurchofJesusChrist.org).
Hvernig fá á áskrift að tímaritunum á prentformi
-
Skráið ykkur inn í kirkjuaðgang ykkar. (Ef þið þurfið kirkjuaðgang, skráið ykkur þá fyrir einum ykkur að kostnaðarlausu á account.ChurchofJesusChrist.org.)
-
Smellið á áskriftarhnappinn við hlið tímaritsins ykkar eða tímarits að eigin vali.
-
Skráið póstfang ykkar og tungumálaval.
Fyrsta tölublaðið mun berast eftir um tvo mánuði.
Hvernig þið getið skráð ykkur fyrir mánaðarlegri áminningu í netpósti
Ef þið kjósið heldur að lesa kirkjutímaritin stafrænt, getið þið skráð ykkur til að fá tilkynningu í tölvupósti þegar nýtt tölublað verður tiltækt á heimasíðu kirkjunnar og í smáforritinu Gospel Library.
-
Skráið ykkur inn í kirkjuaðgang ykkar.
-
Veljið stafrænt tímarit undir „Email for Online Magazines [Tölvupóstur fyrir nettímarit]“.