Sögur úr Mormónsbók Alma skírir marga menn Úr Mósía 16–18. Abínadí var spámaður. Hann kenndi fólkinu að trúa á Jesú og láta af öllu illu. Ranglátur konungur að nafni Nóa, reiddist Abínadí. Nóa vildi ekki iðrast. Maður að nafni Alma trúði Abínadí. Hann komst undan og faldi sig fyrir reiðum konungnum. Hann sá eftir því að hafa breytt ranglega og iðraðist, í samhljóm við kennslu Abínadís. Margir komu til að hlýða á Alma kenna um Jesú Krist. Alma kenndi að ef fólkið iðraðist og fylgdi Jesú, gæti það látið skírast. Fólkið klappaði saman lófum af gleði. Það lofaði að hugga hvert annað. Það lofaði að elska Guð og segja öðrum frá honum. Það var undir það búið að láta skírast. Alma skírði fólkið, eitt af öðru. Það var afar hamingjusamt að tilheyra kirkju Jesú. Þegar við erum skírð, lofum við því sama og fólk Alma gerði. Við munum þá líka tilheyra kirkju Jesú!