Pesóar handa himneskum föður
Höfundurinn býr í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.
„Boðorðin haldið. Það veitir öryggi og frið“ (Barnasöngbókin, 68).
Ana tuggði síðasta bitann af flatkökunni. Hún var mjúk og bragðgóð. Ana elskaði flatkökur ömmu sinnar. Þær voru það besta við morgunmatinn.
Ana horfði á ömmu sína, Abuela, vaska upp diskana.
Þessi morgun var eins og allir aðrir. Eitt var þó öðruvísi.
Abuela var vön að fara fótgangandi í markaðinn til matarkaupa. Þó ekki í dag. Í dag voru ekki til peningar til matarkaupa.
„Hvað munum við borða á morgun?“ velti Ana fyrir sér.
Þá rann upp ljós fyrir Ana. Hún vissi hvar einhver peningaupphæð var! Í gærkvöldi hafði hún séð Abuela setja fáeina pesóa í lítinn hvítan klút.
„Abuela, varstu búin að gleyma þessu? Þú átt peninga til að kaupa mat.“
„Hvaða peninga?“ spurði Abuela.
Ana hljóp til að ná í peningana. Hún hristi litla peningapokann. Klink! Klink!
Abuela brosti. „Þetta er tíundin okkar, Ana. Það eru Hans peningar.“
„Hvað munum við þá borða á morgun?“ spurði Ana.
„Hafðu engar áhyggjur,“ sagði Abuela. „Ég trúi að himneskur faðir muni hjálpa okkur.“
Daginn eftir gaf Abuela Ana síðustu flatkökuna. Síðan settist hún í stólinn sinn. Hún saumaði rauð blóm í kjól og sagði sögur frá því að hún var lítil telpa. Hún virtist engar áhyggjur hafa.
Ana heyrði þá knúið á dyr. Hún hljóp til að opna dyrnar.
„Pedro frændi!“
„Mér fannst eins og ég ætti að heimsækja ykkur,“ sagði Pedro frændi. Hann setti þrjá poka á borðið. Í einum var kornhveiti fyrir flatkökur. Í öðrum var kjötmeti. Í þeim þriðja var nýtt grænmeti frá markaðinum.
„Ó, minn elskulegi sonur,“ sagði Abuela. „Ég ætla að búa til fyrir þig bestu kjötsúpuna mína!“
„Súpan þín er sú besta í heimi,“ sagði Pedro.
Ana hló og klappaði saman höndum.
Hún hætti snöggvast. Það var nokkuð sem hana langaði að vita. „Abuela, vissir þú að Pedro frændi kæmi í dag?“ „Er það þess vegna sem þú hafði ekki áhyggjur?“
„Nei,“ sagði Abuela. „Þegar ég greiði tíund, þá trúi ég að himneskur faðir muni blessa mig.“ Hann gerði það einmitt!“
Ana faðmaði Abuela. Henni fannst hún vera hamingjusamasta telpan í Mexíkó. Hún og Abuela settu traust sitt á himneskan föður. Nú gat hún vart beðið þess að borða hina bragðgóðu súpu Abuela!