2016
Leita andlegra gjafa
April 2016


Uns við hittumst á ný

Leita andlegra gjafa

Úr The Latter-day Saints Millennial Star, 23. apríl 1894, 258–61; stafsetning færð í nútímahorf.

Hve mörg ykkar leita þeirra gjafa sem Guð hefur lofað að gefa okkur?

hanging lightbulbs

Ljósmyndun: © iStock/Thinkstock

Allir karlar og konur í kirkju Krists geta notið gjafa anda Guðs, sem þeim veitist samkvæmt trú þeirra og vilja Guðs. …

Hve mörg ykkar … leita þeirra gjafa sem Guð hefur lofað að gefa okkur? Hve mörg ykkar keppa að því að hljóta þessar gjafir, er þið krjúpið frammi fyrir himneskum föður með fjölskyldu ykkar eða í einrúmi? Hve mörg ykkar biðja föðurinn, í nafni Jesú, um að staðfesta sig sjálfan fyrir ykkur með slíkum krafti og gjöfum? Eruð þið kannski föst í viðjum vanans, leiðið hugann ekkert að þessu, iðkið ekki trú og teljið sáluhjálp ykkar trygga af því að þið eruð skírðir meðlimir kirkjunnar? …

… Ég veit að Guð er fús til að lækna sjúka, að hann er fús til að veita gjöf til að greina anda, gjöf visku, þekkingar, spádóms og aðrar þær gjafir sem þörf er á. Ef eitthvert okkar er ófullkomið, er það skylda okkar að biðjast fyrir til að hljóta þá gjöf sem fullkomnar okkur. Hef ég einhverja lesti? Ég hef fullt af þeim. Hver er þá skylda mín? Að biðja Guð að gefa mér þær gjafir sem fullkomna mig. Ef reiðin býr í mér, er það skylda mín að biðja um kærleika, sem er langlundaður og góðviljaður. Er ég fullur öfundar? Sé svo, er það skylda mína að sækjast eftir kærleika, sem öfundar ekki. Þetta á við um allar gjafir fagnaðarerindisins. Þær eru gefnar í þessum tilgangi. Engin ætti að segja: „Ég get ekkert við þessu gert; þannig er ég bara.“ Hann réttlætist ekki þannig, því Guð hefur lofað að sjá okkur fyrir nægilegum styrk til að bæta okkur og veita okkur þær gjafir sem bæta upp veikleika okkar. Ef einhverjum skortir visku, ber honum skylda til að biðja Guð um visku. Það sama gildir um allt annað. Þetta er tilgangur Guð varðandi kirkju hans. Hann þráir að hans heilögu fullkomnist í sannleikanum. Í þeim tilgangi veitir hann þessar gjafir, þeim sem eftir þeim sækjast, til þess að þeir geti verið kjörið fólk á jörðu, þrátt fyrir eigin veikleika, því Guð hefur lofað að sjá þeim fyrir þeim gjöfum sem nauðsynlegar eru til fullkomnunar.