Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Í tímariti þessu eru greinar og athafnir sem hægt væri að nota á fjölskyldukvöldi. Hér er eitt dæmi.
„Þótt þú sért óframfærinn,“ bls. 60: Þið getið nýtt fjölskyldukvöldin til að miðla fagnaðarerindinu! Ræðið sem fjölskylda um það sem þið eigið erfitt með í sambandi við að miðla fagnaðarerindinu. Þið getið beðið saman sem fjölskylda um að Drottinn hjálpi ykkur að hljóta nægilegt sjálfstraust til að miðla fagnaðarerindinu og síðan um að hann hjálpi ykkur að bera kennsl á einhvern sem þið getið boðið að koma á fjölskyldukvöld. Íhugið að bjóða öllum í fjölskyldunni að gefa vitnisburð sinni meðan á kennslu stendur. Þið getið valið að kenna efni um endurreisnina eða sáluhjálparáætlunina. Íhugið að skrifa hugsanir ykkar og tilfinningar í dagbók ykkar.