Varðmenn í turni
Varðmenn
Varðmenn voru staðsettir á múrvegg eða í turni til að gæta að og vara við aðsteðjandi hættu í tíma. Hlutverk þeirra var að gæta að borgum, vínekrum eða beitilandi.
Hinir ýmsu turnar
Borgarturnar voru yfirleitt staðsettir við borgarhliðið eða á hornum múrveggja (sjá 2 Kro 26:9). Bæði frá borgarhliðinu og hornum múrveggjanna var besta útsýnið til að sjá hugsanlegar aðsteðjandi hættur og verjast óvinaárásum (sjá 2 Kro 26:15).
Borgarvirki eða borgarturnar voru yfirleitt sjálfstæðar byggingar sem stóðu hærra eða voru staðsettar á öðrum hernaðarlega mikilvægum stöðum. Oft voru þær griðarstaður og nægilega rúmmiklar til að rýma alla borgarbúa, ef þeir sættu árásum (sjá Dóm 9:46–52).
Turnar á vínekrum, ökrum eða beitilöndum voru minni byggingar, til að vernda uppskeru og hjarðir gegn þjófum og dýrum (sjá 2 Kro 26:10; Jes 5:2; 27:3). Oft voru verkfæri geymd á jarðhæðinni.
Varðmenn í turni:
Hafa hafa mikla yfirsýn. Guð kallar spámenn sem þjóna sína, sem aðskilja sig heiminum, nálgast Guð og er leyft að sjá með aukinni himneskri yfirsýn.
Sjá það sem aðrir fá ekki séð. „Sjáandi getur vitað jafnt um orðna hluti sem óorðna, og með sjáendum mun allt opinberast eða réttara sagt hið leynda opinberast, hið hulda kemur fram í ljósið og hið óþekkta munu þeir kunngjöra, og auk þess munu þeir kunngjöra það, sem annars mundi ekki kunnugt verða“ (Mósía 8:17).
Eru vökulir. Spámenn hafa þá miklu ábyrgð að vara okkur við hættum og munu gera það, þrátt fyrir almenningsálit og tískustrauma.
Vara við því sem enn er ókomið. „Spámaður fordæmir syndina og segir fyrir um afleiðingar hennar. Hann er boðberi réttlætis. Við sérstök tækifæri kann spámanni að vera blásið í brjóst að spá um framtíðina mannkyni til blessunar“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Spámaður,“ lds.org/scriptures/gs).
Bjóða öryggi og vernd. Við getum fundið öryggi og með hlýðni komist hjá þeim hörmungum sem við annars gætum upplifað, einstaklingsbundið eða sameiginlega.