2016
Ekki skjóta
April 2016


Frá Síðari daga heilögum

Ekki skjóta!

Ónafngreint

Ljósmynd
police officer on a bridge

Ég og Bob sátum í lögreglubílnum og biðum eftir hreyfingu neðar í götunni. Við höfðum byrjað eftirlit okkar tveimur tímum áður, eftir að hafa séð bíl sem varað hafði verið við í talstöðinni.

„Yfirstandandi rán,“ var kallað upp. „Tveir karlmenn, báðir vopnaðir. Þeir höfðu rétt áður sést í appelsínugulum bíl. Vitni sögðu mennina vera forherta og ekki hika við að skjóta.“

Vopnuð rán höfðu nýverið verið tíð á svæðinu og þrátt fyrir okkar besta viðbúnað, höfðu ræningjarnir alltaf komist undan. Þessar hugsanir flugu í gegnum huga minn, um leið og ég kom auga á tvær mannverur koma út úr húsi við dimma götuna og stökkva inn í appelsínugula bílinn. Bíllinn var nú á leið til okkar.

„Við þurfum fleiri menn,“ sagði ég. Hinir grunuðu eru á ferð norður af staðsetningu okkar.“

Þeir sem komu til aðstoðar, tveir óeinkennisklæddir rannsóknarlögreglumenn í ómerktum bíl, óku á undan bíl ræningjanna og ég og Bob á eftir honum. Eftir að bílarnir þrír óku út á brú nokkra, stöðvuðu hinir lögreglumennirnir bílinn skyndilega á brúnni, framan við appelsínugula bílinn, og við aftan við hann, og króuðum þannig hina grunuðu af. Bílinn stöðvaðist næstum samstundis og báðar mannverurnar beygðu sig niður úr augsýn.

„Komið út úr bílnum með hendur á höfði!“ skipaði ég, eftir að ég steig út úr bílnum. Ekkert svar barst.

Í skotstöðu sagði ég: „Komið út úr bílnum með hendur á höfði. Gerið það nú þegar!“

Allt í einu reisti ökumaðurinn sig upp og snéri sér í áttina að mér. Ég sá skína á málmhlut í höndum hans.

Þjálfun mín í lögreglunni og almenn skynsemi buðu mér að láta skot ríða af til að bjarga eigin lífi. Þrátt fyrir spennu andartaksins, heyrði ég í rödd. Hún var yfirveguð, valdmannsleg og kröftug: „Ekki skjóta!“

Ég vænti þess að fá í mig skot hvenær sem var, en beið þess að einhver í bílnum hæfi skothríð. Þess í stað lyfti ökumaðurinn höndum upp fyrir höfuð, svo glitti í eitthvað sem virtist vera byssa, og lét síðan hendur falla í kjöltu sér.

„Vertu grafkyrr!“ sagði ég og hljóp að bílnum. „Hreyfðu þig ekki!“

Þessi stund var eins og sjónvarpsþáttur — þar til ég uppgötvaði að hinir forhertu glæpamenn í bílnum voru í raun aðeins tvær skelkaðar stúlkur. Það sem ég hélt að væri byssa, var aðeins sætisbeltakrækja.

Við fundum brátt út að stúlkurnar höfðu lánað vinum sínum bílinn og ekki grunað hvaða mann þeir höfðu að geyma.

„Ég hélt að þú værir dáinn, Cal!“ sagði Bob mér síðar. „Ég var að því kominn að hefja skothríð. „Ég veit ekki af hverju ég gerði það ekki.

Rannsóknarlögreglumennirnir tveir í ómerkta bílnum sögðu það sama, þó að enginn hefði heyrt röddina nema ég. Ég veit að einungis máttur himins megnaði að bjarga stúlkunum tveimur frá dauða og fjórum lögreglumönnum frá alvarlegum mistökum. Af þessari reynslu hlaut ég trausta vitneskju um að himneskur faðir getur og mun grípa inn í, okkur til farsældar.

Prenta