2016
Snúðu við til að hjálpa henni
April 2016


Frá Síðari daga heilögum

Snúðu við til að hjálpa henni

Thomas Robbins, Kaliforníu, Bandaríkjunum

Ljósmynd
woman with kids at the register

Ég stóð í biðröð á bensínstöð. Fyrir framan mig var móðir með tvö lítil börn, sem bað um bensín fyrir þrjá dollara og tvo vanillu-íspinna.

Ég sá strax að þau höfðu úr litlu að moða. Börnin voru berfætt og í slitnum fötum.

Ég heyrði fjölda smápeninga skella á afgreiðsluborðinu, sem hún hugðist greiða með.

Eftir að ég hafði borgað eldsneytið, gekk ég út og sá bifreið konunnar. Hann var af gamalli árgerð sem trúlega eyddi miklu bensíni.

Ég kenndi í brjósti um þessa tveggja barna móður, en ræsti vélhjólið mitt og hélt ferð minni áfram.

Mínúta hafði vart liðið á ferð minni um þjóðveginn, þegar rödd barst mér sem sagði: „Snúðu við til að hjálpa henni.“ Hugboðið barst mér tvisvar.

Ég hristi höfuðið, því ég taldi að hún hefði þegar farið. Hvað gæti ég svo sem sagt við hana?

Röddin barst mér greinilega í þriðja sinn: „Snúðu við til að hjálpa henni!“

Ég snéri við í átt að bensínstöðinni og velti fyrir mér hvað ég ætti að segja við hana, ef hún væri þar enn.

Þegar ég koma á staðinn, sá ég að hurðirnar á bílunum hennar voru opnar. Hún var í ökumannssætinu og litlu börnin hennar tvö nutu þess að borða ísinn í aftursætinu.

Ég flutti stutta bæn og spurði himneskan föður hvað ég ætti að segja. Röddin sagði við mig: „Kynntu þig og spurðu hvort þú getir liðsinnt henni.“ Ég fór upp að bílnum og kynnti sjálfan mig. Ég sagði henni að ég hefði fundið mig knúinn til að spyrja hvort hún væri hjálparþurfi.

Hún brast í grát og sagði: „Ég var rétt í þessu að biðja til Jesú og biðja hann að senda einhvern til að hjálpa mér.“

Himneskur faðir hafði bænheyrt hana. Ég lét fylla bensíntankinn hennar og greiddi sjálfur fyrir það og gaf henni símanúmer hjá manni í öldungasveit minni sem var að ráða fólk í vinnu. Ég veit ekki af högum þessarar ungu móður eftir þetta, en er þakklátur fyrir að hafa farið að hugboðinu um að liðsinna henni.

Prenta