2016
Síðurnar okkar
April 2016


Síðurnar okkar

Blessuð fyrir að hlýða tíundarlögmálinu

Sabrina T., São Paulo, Brasilíu

young woman with cell phone

Þegar ég var barn, tókst fjölskylda mín á við stöðugan fjárhagsvanda, þar til ég varð 10 ára. Faðir minn fékk ekki vinnu, svo hann starfaði sem götusali með afar lágar tekjur. Móðir mín var heima og annaðist mig og yngri bróður minn.

Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika, þá áttum við vitnisburð um greiðslu tíundar og annarra fórna. Í hverjum mánuði greiddum við trúföst tíund okkar og liðum engan skort. Við vitum af vissu að við njótum stöðugra blessana sökum hins óendanlega kærleika Drottins og vegna þess að hann stendur við loforð sín, ef við erum hlýðin boðorðum hans.

Hinn fjárhagslega erfiði tími tók loks enda. Þær blessanir sem Drottinn hefur veitt okkur á þessum fáu árum sem liðin eru, eru undursamlegar.

Ég veit að þeir sem trúfastlega greiða tíund og fórnir, af kærleika til að blessa aðra, munu ekki líða skort og eitthvað enn betra gæti líka gerst, líkt og í tilviki fjölskyldu minnar. Blessanirnar verða fleiri. Ég veit það. Ég hef upplifað það.

Heiðarleg í öllu

Alivsi H., Jalisco, Mexíkó

Í upphafi hverrar skólaannar fáum við námsgagnapakka sem í eru glósubók, dagskrá og gjafapakki með ýmsum öðrum gögnum. Eitt árið fór ég í röð til að taka á móti mínum námspakka og sá að gjafapakkinn var mér afar nytsamlegur.

Í lok dags sá ég að verið var að útdeila sama gjafapakkanum aftur. Auðvelt var fyrir mig að fara í röðina aftur til að fá annan pakka og ég ætlaði einmitt að gera það. Ég þurfti jú ekkert að borga fyrir pakkana og hafði þörf fyrir gögnin.

Ég kom við á snyrtingunni og sá þar farsíma sem einhver stúlkan hafði gleymt af slysni. Hann var af nýjustu tegund og ég hafði týnt mínum farsíma vikunni áður. Mér datt samt alls ekki í hug að eigna mér hann. „Það er þjófnaður,“ sagði ég við sjálfa mig.

Á leið minni til að ná í annan ókeypis pakka, rann upp fyrir mér að það væri ekki síður óheiðarlegt en að eigna sér símann, því ég yrði að segja að ég hefði engan pakka fengið, sem væri ósatt.

Ég er þakklát fyrir þessa litlu reynslu, sem kenndi mér heilmikið. Ég skilaði af mér farsímanum og fór heim með aðeins eina glósubók, eina dagskrá og einn gjafapakka og leið vel yfir því að hafa verið heiðarleg í öllu, hversu smávægilegt sem það er.