Vitnisburður Einars
Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.
Allir virtust eiga vitnisburð nema Einar.
„Hlustið, hlustið, heilagur andi hvíslar. („The Still Small Voice,“ Children’s Songbook, 106)
Einar sat í samverustund og horfði á besta vin sinn, Samúel, gefa vitnisburð. Vinkona hans, Sara, beið eftir að röðin kæmi að sér. Samúel ræddi um þjónustuverkefni sem hann gerði. Hann sagðist eiga vitnisburð um þjónustu. Sara bar vitni um fjölskyldur. Kennari Einars gaf líka vitnisburð sinn. Hann ræddi um musterisstarf. Öll báru þau vitni um að kirkjan væri sönn. Allir virtust eiga vitnisburð nema Einar.
„Um hvað á ég vitnisburð?“ velti Einar fyrir sér.
Honum varð hugsað um þegar hann og vinir hans skírðust, fyrir fáeinum árum. Barnafélagskennari hans, systir Klara, hafði flutt ræðu um heilagan anda.
„Heilagur andi getur látið brjóst okkar brenna. Hann getur hjálpað okkur að þekkja sannleikann,“ hafði hún sagt. „Það er þannig sem við fáum vitnisburð um trú okkar.“
Einar reyndi að breyta rétt, svo hann gæti skynjað heilagan anda. Hann las ritningarnar og baðst fyrir. Hann hafi þó aldrei fundið þennan bruna í brjóstinu sem fólk ræddi um. Þýddi það að hann ætti ekki vitnisburð?
Þessi spurning fyllti huga Einars allan næsta dag. Hún var enn í huga hans þegar hann og Samúel fóru á hlaupabrettið eftir skóla. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að spyrja Samúel um þetta.
„Heyrðu, Samúel,“ spurði Einar loks, „varstu óttaslegin þegar þú gafst vitnisburð þinn í gær?“
Samúel hoppað af brettinu sínu og gekk að grasflötinni. „Ekki get ég nú sagt það,“ sagði hann og settist á grasið, „ég hef gefið vitnisburð minn áður á fjölskyldukvöldi.“
Einar settist við hlið hans með hlaupabrettið í fanginu. „En hvernig veistu að þú átt vitnisburð?“
„Ég baðst fyrir og upplifði góðar tilfinningar.“
Einar kinkaði hægt kolli og snéri hjóli með hendinni. Honum langaði nú svolítið að upplifa þetta líka.
Um kvöldið, þegar húsið var dimmt og þögult, kraup Einar við rúmið sitt til að biðjast fyrir.
„Himneskur faðir,“ sagði hann, „hjálpaðu mér að eignast vitnisburð. Hjálpaðu mér að vita að kirkjan er sönn, að Joseph Smith var spámaður og að Mormónsbók er sönn.“
Í miðri bæn staldraði Einar við. Hann hugleiddi um stund. Síðan spurði hann sjálfan sig: „Veit ég eitthvað núna?“
Þá fylltist hann ljúfri friðsæld. Það var ekki kröftugur bruni í brjóstinu. Einari var ljóst að þetta var heilagur andi.
Einar fékk þá þessa hugsun: „Ég veit að ég veit.“ Þegar hann hugsaði um þetta, rann upp fyrir honum að hann hafði upplifað slíka friðsæld áður.
Í hvert sinn sem hann las Mormónsbók, fannst honum það gott og rétt. Nú vissi hann að þessi tilfinning var heilagur andi að vitna fyrir honum. Þegar hann fór í kirkju og honum fannst gott og rétt að vera þar, var það líka heilagur andi. Hann hafði þegar hlotið vitnisburð!
Hann þurfti ekki að vita alla skapaða hluti þessa stundina. Hann vissi að heilagur andi væri raunverulegur og gæti hjálpað honum að þróa með sér vitnisburð.
Einar hóf aftur að biðjast fyrir. Í þessa skipti færði hann þakkir.