2016
Fylgja spámönnum og postulum
April 2016


Fylgja spámönnum og postulum

Ljósmynd
following prophets and apostles

Guð kallar spámenn og postula til að kenna það sem Guð ætlar okkur að læra. Í ritningunum getum við lesið um spámenn, líkt og Nóa, Nefí og Joseph Smith og postula, eins og Pétur og Pál. Við höfum spámenn og postula á okkar tímum!

Hvað er „spámaður, sjáandi og opinberari“?

Spámaður mælir fyrir munn Guðs.

Sjáandi getur greint fortíð, nútíð og framtíð.

Opinberari gerir vilja Guðs ljósann.

  • Allir meðlimir Æðsta forsætisráðsins eru spámenn, sjáendur og opinberarar. Það á líka við um alla postulana.

  • Aðeins forseti kirkjunnar hefur vald frá Guði til að leiða kirkjuna í heild.

  • Hve marga lifandi spámenn, sjáendur og opinberara höfum við alls?

12 15 3 1

Svar: 15

Af hverju er mikilvægt að fylgja spámanninum?

Spámaður er eins og sá sem hefur yfirsýn úr turni (sjá einnig bls. 38). Hann getur séð aðsteðjandi hættur og sagt hvernig við getum verið örugg. Hann hjálpar okkur að fylgja Jesú Kristi.

Hvað hefur spámaðurinn beðið okkur að gera?

Spámaður okkar í dag er Thomas S. Monson forseti. Hér er eitthvað af því sem hann hefur boðið okkur að gera.

  • Fylgja fordæmi Jesú og elska alla.

  • Greiða tíund og gefa í trúboðssjóð.

  • Horfa ekki á slæmar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað fjölmiðlaefni.

  • Hafa mynd af musterinu í öllum svefnherbergjum.

  • Læra aðalráðstefnuræður.

  • Vitja aldraðra og vera góður nágranni.

Veljið eitt á listanum sem þið getið gert þennan mánuð. Hvað ætlar þú að gera?

Prenta