Sniðrit ungs fólks
Ómældar blessanir á Madagaskar
Þrátt fyrir umrót og erfitt efnahagsástand í landi hans, þá reiðir Solofo sig á þær blessanir sem koma frá hinu lifandi fagnaðarerindi.
Eftir að eiginkona hans hafði upplifað fóstulát við fyrstu meðgöngu, fannst Solofo Ravelojaona þau vera bænheyrð ári síðar, er eiginkona hans varð aftur þunguð. Honum og eiginkonu hans, Hary Martine, finnst fæðing dóttur þeirra vera ein mesta blessun þeirra. Solofo sagði: „Þar sem við báðum Guð um að gefa okkur hana, sem hann og gerði, þá gáfum við henni nafn, sem á malagísku merkir: ‚Svar Guðs.‘“
Solofo, sem er ungur maður frá Madagaskar, býr yfir þeirri vitneskju að Guð svarar bænum og með tímanum blessar hann hina trúföstu. „Lífið er erfitt,“ segir Solofo, „og þegar fólk fær ekki það sem það þarf, spyr það sig: „‚Af hverju verð ég fyrir þessu?‘ Það yfirgefur jafnvel kirkjuna eða efast um trú sína á Guð. Þegar við lifum eftir fagnaðarerindinu og lesum ritningarnar, verður lífið auðveldara. Þegar maður lifir í raun eftir fagnaðarerindinu, upplifir maður blessanirnar.“
Ástandið í landinu er alvarlegt, svo sem mikil örbirgð, óstöðugleiki ríkisstjórnar, veikar grunnstoðir og afleiðingar náttúruhamfara, og því er augljóst afhverju Solofo segir lífið erfitt. Hvað hann varðar, þá vega blessanir þess að lifa eftir fagnaðarerindinu þyngra en hið harðgerða líf. „Ég fæ jafnvel ekki talið allar þær blessanir sem ég öðlast af því að lifa eftir fagnaðarerindinu,“ segir hann.
Þar sem kirkjan er tiltölulega ný á Madagaskar (fyrsta greinin var stofnuð 1990), þá segir Solofo það erfiðasta við að vera meðlimur kirkjunnar, sé umtalið og misskilningurinn um kirkjuna. Solofo bendir á að líkt og eigi við um sýn Lehís, þá „taki fólk ekki fyllilega á móti fagnaðarerindinu, því það fyrirverði sig gagnvart vinum sínum og óttist að vera hafnað af fjölskyldu sinni.“ Það sem gerir Solofo frábrugðinn er, eins og hann segir sjálfur: „Ég fyrirverð mig aldrei. Ég lifi eftir fagnaðarerindinu og þrái ávallt að miðla því félögum mínum, jafnvel þótt sumir þeirra sýni engan áhuga.“ Hann gefur einfaldan vitnisburð sinn ítrekað og svo oft að samstarfsfélagar hans hafa gefið honum viðurnefnið „Prédikarinn.“
Mitt í efnahagserfiðleikum og stjórnmálakreppu, reiða Solofo og Hary Martine sig á blessanir musterissáttmála sinna (þau voru gift í Jóhannesarborgar-musterinu í Suður-Afríku, einu ári eftir að þau þjónuðu í trúboði — hann í Úganda og hún í Madagaskar), og setja traust sitt á Drottin. „Ég hef fagnaðarerindið og fel Guði bara líf mitt,“ segir Solofo. Hann getur reitt sig á traustan vitnisburð sinn, því hann á þegar trú á bænheyrslu Guðs.“