Vera ljós!
„Haldið því ljósi yðar á loft, til að það lýsi heiminum. Sjá, ég er ljósið, sem þér skuluð halda á loft“ (3 Ne 18:24).
Við getum verið öðrum ljós með því að vera sannur vinur. Lesið ábendingarnar hér á eftir og bætið við ykkar eigin. Í hvert sinn er þið skrifið nafn einhvers sem þið viljið sýna kærleika, litið þá meira af sólinni.
-
Elska aðra: Þið getið haft mikil áhrif á líf þeirra! Kristur elskar þau og reynið því að sýna þeim slíka elsku.
Nafn: __________________________
-
Fyrirgefa: Ef einhver særir ykkur, reynið þá að setja ykkur í þeirra spor. Ef þið fyrirgefið, þá getið þið mildað hjörtu þeirra.
Nafn: __________________________
-
Hvetja: Hrósið vinum ykkar fyrir styrkleika þeirra. Sjáið það besta í þeim, jafnvel þótt þeir þurfi að bæta sig. Það hjálpar þeim, ef þið sýnið ykkar besta!
Nafn: __________________________
-
Hlusta á heilagan anda: Orð ykkar geta gert slæmar aðstæður betri. Heilagur andi getur hjálpað ykkur að vita hvað skal segja og hvernig sýna má góðvild.
Nafn: __________________________
-
Slúðra aldrei: Óvinsamleg orð geta verið særandi. Látið aðra njóta vafans og leiðið hjá ykkur neikvæðar hugsanir.
Nafn: __________________________
-
Styðja vini ykkar: Ef þið horfið á íþróttaviðburð eða skólaleikrit sem vinur tekur þátt í, þá gæti hann skynjað kærleika ykkar.
Nafn: __________________________
-
Bjóða öðrum að læra um fagnaðarerindið: Þótt fólk taki ekki vel í það, þá hafið þið sýnt að þið berið hag þess fyrir brjósti.
Nafn: __________________________
-
Afla ykkur vina meðal ólíkra hópa: Aðrir hafa svo margt gott að gefa af sér. Kristur liðsinnti og elskaði alla menn, hverjir sem þeir voru.
Nafn: __________________________