2017
Þjóna öðrum í trú
April 2017


Unglingar

Þjóna öðrum í trú

boys with shovels

Uchtdorf forseti segir okkur að nauðsynlegt sé að „verk fylgi“ trú á Guð. Þegar trú okkar er „bundin stöðugum verkum,“ útskýrir hann, „þá fyllist … sálin friði og kærleika.“ Með loforði um þessa blessun, þá getum við komið góðu til leiðar og við getum séð raunveruleika þess í lífi okkar, ef við gefum okkur tíma til að þjóna í trú. Þið getið beðist fyrir hvern morgun um að Drottinn hjálpi ykkur að þjóna öðrum. Biðjið hann til að mynda um að sýna ykkur þegar systkini þarfnast hjálpar við heimilisstörfin eða vinur þarfnast hvatningar. Þegar þið svo fáið hugboð, farið þá eftir því! Ef þið venjið ykkur á að biðja og þjóna á þennan hátt, þá mun stöðug og trúföst breytni ykkar blessa ykkur sjálf og aðra. Uchtdorf forseti lofar að þið munuð „geta haft bætandi áhrif á einstaklinga, fjölskyldur, þjóðir og heiminn.“