2017
Kom, kom þú til hans
April 2017


Kom, kom þú til hans

Innilega

come come unto Him

1. Hann kom til oss. Hann elskar svo heitt.

Það er engin sál, sem hann ei getur snert,

ei líf svo svart hann ei fær breytt,

ei sorgir og sútir hann ei fær eytt.

Kom, kom þú til hans.

2. Hann kom á jörð. Hann tók gervi manns.

Það er ekkert fár, sem hann ei kann á skil,

ei mein svo sárt hann ei fær grætt,

ei kvíði og kvalir hann ei fær bætt.

Kom, kom þú til hans.

3. Hann var með oss, svo kunnugur sorg.

Það er engin trúr, sem hann ei veitir líkn.

Hann opnar sýn, hann léttir sekt.

Víst trúir og tryggir hann hafa þekkt

Kom, kom þú til hans.

Kom til hans. Kom, lær hans orð.

Hans hjarta‘ er auðmjúkt og samúðarfullt.

Kom, kom þú til hans.

Ó, kom, kom þú til hans.

© 2016 Steven K. Jones og Michael F. Moody. Allur réttur áskilinn.

Þennan söng má afrita til nota í kirkju eða heima en ekki í hagnaðarskyni.