2017
Að skilja patríarkablessunina þína
April 2017


Að skilja patríarkablessunina þína

Höfundar eiga heima í Illinois og New York, Bandaríkjunum.

Það getur reynst ykkur auðveldar að finna lífsstefnu, ef þið skiljið eitthvað af því sem tilgreint er í blessun ykkar.

man with a map in a maze

Man in maze © Digital Vision Vections/Getty Images

Lífið geymir mörg ókortlögð svæði: Í hvaða skóla ætti ég að fara? Hvað ætti ég að læra? Ætti ég að fara í trúboð? Hverjum ætti ég að giftast? Mynduð þið fylgja persónulegum leiðarvísi, ef ykkur væri gefinn hann til könnunar og ákvarðanatöku?

Himneskur faðir og Jesús Kristur hafa gefið okkur slíkan leiðarvísi – patríarkablessun – til að veita okkur handleiðslu fyrir lífið. Þótt okkur sé gefin gjöf sjálfræðis og sé frjálst að velja það sem hugurinn stendur til, þá geta patríarkablessanir varpað ljósi á þá stefnu sem færir okkur mestu hamingjuna.

Það er þó ekki nóg að hafa hjá sér leiðarvísi. Við verðum að ígrunda og skilja hann og fara eftir leiðsögn hans. Á sama hátt og þið farið að skilja málið sem notað er í patríarkalbessun – þínum persónulega leiðarvísi fyrir lífið – þá munuð þið fá greint hver þið eruð í augum Guðs og hvað þið getið orðið.

Uppgötva ætterni sitt

Patríarkablessun ykkar tilgreinir fyrst og fremst ætterni ykkar eða þá ákveðnu ættkvísl af ættkvíslunum tólf frá Jakob (sem síðar var nefndur Ísrael) sem þið tilheyrið. Þótt við séum ekki öll bókstaflegir afkomendur Jakobs, þá kenna ritningarnar okkur að kirkjumeðlimir séu ættleiddir í Hús Ísraels: „Því að allir þeir, sem meðtaka þetta fagnaðarerindi, skulu kenndir við nafn þitt og teljast niðjar þínir, og þeir munu rísa á fætur og blessa þig sem föður sinn“ (Abraham 2:10).

Shelisa Schroeppel frá Utah, Bandaríkjunum, segir: „Þar sem ég vissi að ég tilheyrði húsi Jakobs, þá varð það til að hjálpa mér að skilja tilgang minn í þessu lífi og ástæðu þess að ég er kölluð í ákveðnar kallanir í kirkjunni.“

Patríarkablessun ykkar gæti líka tilgreint einhverja tiltekna blessun sem fylgir ákveðinni ættkvísl. Margir meðlimir kirkjunnar tilheyra til að mynda ættkvísl Efraíms, sem var falið það sérstaka hlutverk að breiða boðskap hins endurreista fagnaðarerindis út um heiminn (sjá 5. Mós 33:13–17; K&S 133:26–34).

Finna persónulega leiðsögn

Ef ferðalangur notar leiðarvísi rétt, ætti hann ekki að villast. Á líkan hátt, þá er patríarkablessun leiðarvísir og veitir ykkur leiðsögn fyrir þessar jarðnesku ferð. Patríarkablessun ykkar tilgreinir ekki einungis hvað ykkur ber að gera, heldur getur hún veitt ykkur skilning á því hvaða stefnu skal taka – sé hanni fylgt í trú – og auðvelda ykkur að laga líf ykkar að vilja himnesks föður. Þegar þið ígrundið patríarkablessun ykkar í þeim tilgangi að haga lífi ykkar þannig að það laði að anda Drottins, getið þið fundið öryggi, gleði og lífsstefnu.

Gabriel Paredes frá Líma, segir: „Sumt af því sem tilgreint er í blessuninni minni hef ég aðeins getað tileinkað mér fyllilega með fjölskyldu minni, eftir að ég var innsiglaður eiginkonu minni.

Við veltum því fyrir okkur nýverið hvað við gætum gert til að efla og styrkja okkar ný stofnuðu fjölskyldu. Spurningu okkar var svaraði í patríarkablessun minni. Í henni er ég hvattur til að leggja áherslu á virðingu, umburðarlyndi og elsku í fjölskyldu minni, af því að það er eitt af því sem mikilvægt er í fagnaðarerindi Jesú Krists.

Mér og eiginkonu minni hefur tekist að sigrast á vandamálum, eftir því sem við höfum hagnýtt okkur þessa leiðsögn. Við þurfum endrum og eins að takast á við áskoranir sem fjölskylda, en við erum hamingjusöm. Mér fannst Drottinn vera að minna mig á hvernig ég get átt þá fjölskyldu sem hann lofaði mér. Ég veit að Drottinn talar í gegnum patríarkablessanir og okkur ber að fylgja leiðsögninni sem þar er tilgreind.“

Hlíta aðvörunum

Leiðarvísir þarf hugsanlega ekki að tilgreina allar hættur leiðarinnar, en til allrar hamingju, þá geta patríarkablessanir oft veitt okkur aðvaranir á leið okkar. Sumar slíkar aðvaranir eru til að vernda okkur gegn áhrifum Satans; aðrar geta tilgreint hvernig við getum sigrast á hinum náttúrlega manni hið innra.

Hvað varðar Caitlin Carr frá Utah, þá voru sumar aðvaranirnar í patríarkablessun hennar ekki fyllilega skýrar þegar í stað, en þegar hún ígrundaði þær síðar, þá hlaut hún aukinn skilning.

„Þegar ég fékk patríarkablessun mína, þá var ég vöruð við fólki sem myndi reyna að leiða mig af vegi sannleikans með lokkandi tali. Ég hugsaði ekki mikið út í þetta; trú mín var sterk á þær kenningar sem mér höfðu verið kenndar.

Ári síðar stóð ég samt frammi fyrir hugmyndum og heimspeki sem í fyrstu virtust byggðar á sanngirni og kærleika, en voru það ekki. Þessi hugmyndafræði virtist landlæg: Í fjölmiðlum, í skóla og jafnvel meðal nánustu vina. Þótt ég hefði vitað að þessi hugmyndafræði væri í andstöðu við vilja Guðs, þá vildi ég reyna að styðja bæði þessa nýju hugmyndafræði heimsins og kirkjuna. Mér varð þó brátt ljóst að ‚enginn getur þjónað tveimur herrum‘ (Matt 6:24) og að ég ætti ekki að reiða mig á visku manna. Himneskur faðir hjálpaði mér að sigrast á þessum efasemdum mínum með hjálp ritninganna og veitti mér frið í huga og hjarta. Vitnisburður minn hefur styrkst af þessu og ég hef orðið staðfastari í því að verja það sem ég veit að er satt.“

Þroska gjafir og hæfileika

Patríarkablessun ykkar getur líka gert grein fyrir andlegum gjöfum og hæfileikum sem Drottinn hefur gefið ykkur til að byggja upp ríki hans. Ef blessun ykkar tilgreinir hæfileika sem þið kannist ekki við að hafa, gæti það verið vegna þess að ykkur hefur enn ekki gefist kostur á að uppgötva eða þroska hann. Þið getið tileinkað ykkur þann hæfileika og marga aðra, með því að leita hjálpar Drottins af kostgæfni.

Þegar þið þroskið hæfileika ykkar, munuð þið bera kennsl á hið einstaka sem þið leggið af mörkum til verks Drottins. Johanna Blackwell frá Kaliforníu, Bandaríkjunum, ígrundar gjafirnar og hæfileikana í blessun sinni þegar hún freistast til að bera sig saman við aðra: „Þegar ég les patríarkablessun mína, þá rifjast upp fyrir mér að ég hef verið blessuð með þeim gjöfum sem ég hef persónulega þurft á að halda, til að geta sigrast á þrengingum og tekið þátt í að hraða verki Drottins.

Blessunin mín segir frá eiginleikum mínum til að elska, fyrirgefa og hafa hugrekki til að blandast þeim sem umhverfis eru. Eftir því sem ég hef tileinkað mér þessar gjafir, þá hefur Drottinn blessað mig með aukinni þrá til að kynnast nýju fólki og efla tengsl við það og menningu þess. Vitnisburður minn um að við séum öll börn okkar kærleiksríka föður hefur þar af leiðandi styrkst og ég hef getað þjónað öðrum, er við keppum öll að því að verða líkari Kristi.“

points on the map

Leita lofaðra blessana

Að lokum, þá opinberar patríarkablessun okkar loforð himnesks föður til okkar, bundið því að við séum trúföst honum. Það er ekkert tryggt hvenær slík loforð verða uppfyllt, en við getum verið viss um að þau verða uppfyllt, ef við lifum eftir fagnaðererindinu, hvort heldur í þessu lífi eða því næsta.

Sergio Gutierrez frá Nevada, Bandaríkjunum, reiðir sig á loforð í patríarkablessun sinni, ætíð þegar hann hefur áhyggjur af starfsferli sínum: „Þegar ég hef áhyggjur af óvissri framtíð er loforð í patríarkablessun minni sem ætíð veitir mér rósemd. Þetta loforð veitir mér fullvissu um að svo framarlega sem ég legg hart að mér og er trúfastur, þá mun ég hafa allt sem ég þarf til að sjá fjölskyldu minni farborða og byggja upp kirkjuna. Ég veit enn ekki nákvæmlega hvað ævistarf ég hyggst leggja fyrir mig, en það veitir mér trú og fullvissu að eiga þetta loforð.

Ef þið hafið hugleitt hver vilji himnesks föður er varðandi ykkur, þá eruð þið ekki ein um það. Drottinn vissi að þið gætuð staðið frammi fyrir mörgum ólíkum lífsleiðum, svo hann hefur séð ykkur fyrir persónulegum leiðarvísi, til að líf ykkar sé í samhljóm við fagnaðarerindi hans. Patríarkablessanir geta ekki tekið ákvarðanir fyrir okkur, en þær geta verið okkur til leiðsagnar að eigin persónulegri opinberun. Fyrir tilstilli patríarkablessana okkar er okkur sýnt hvernig við föllum inn í áætlun Drottins um að safna saman Ísrael, með því að ígrunda ættkvísl okkar; okkur er gefin persónuleg leiðsögn, aðvaranir og loforð; og við erum upplýst um okkar einstöku gjafir og hæfileika, sem himneskur faðir hefur veitt okkur til að þjóna honum. Svo framarlega sem þið reynið að lifa í samræmi við alla þessa þætti í ykkar eigin patríarkablessun, getið þið verið viss um að ákvarðanir ykkar séu í samhljóm við vilja Drottins hvað líf ykkar varðar.