Boðskapur heimsóknarkennara
Eiður og sáttmáli prestdæmisins
Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á tilgangi Líknarfélagsins búið dætur Guðs undir blessanir eilífs lífs?
Því betri skilning sem við systurnar höfum á því hvernig eiður og sáttmáli prestæmisins tengjast okkar daglega lífi, því auðveldara mun okkur reynast að taka á móti blessunum og loforðum prestdæmisins.
Öldungur M. Russell Ballard, í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Allir sem hafa gert helga sáttmála við Drottin og heiðra þá sáttmála, geta hlotið persónulega opinberun, blessun englaþjónustu, átt samskipti við Guð, tekið á móti fyllingu fagnaðaerindisins og orðið erfingjar með Jesú Kristi að öllu sem faðirinn á.“1
Blessanirnar og loforðin sem tengjast eiði og sáttmála prestdæmisins, eiga við bæði um karla og konur. Systir Sheri L. Dew, fyrrverandi ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, sagði: „Fyllingu prestdæmisins, sem felst í æðstu helgiathöfn húss Drottins, geta aðeins karl og kona hlotið í sameiningu.“2
Systir Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins, setti fram þetta boð: „Ég hvet ykkur til að læra utanbókar eið og sáttmála prestdæmisins, sem finna má í Kenningu og sáttmálum 84:33–44. Ef þið gerið það, þá heiti ég ykkur því að heilagur andi mun útvíkka skilning ykkar á prestdæminu og veita ykkur dásamlegan innblástur og uppörvun.“3
Leiðbeiningum Josephs Smith til Líknarfélagsins var ætlað að búa konur undir að „taka á móti forréttindum og blessunum og gjöfum prestdæmisins.“ Þetta verður að raunveruleika fyrir tilstilli helgiathafna musterisins.
„Helgiathafnir musterisins [eru] helgiathafnir prestdæmisins, en þær veita ekki körlum eða konum kirkjulega stöðu. [Þessar helgiathafnir uppfylla] loforð Drottins um að fólki hans – körlum og konum – muni ‚veitast kraftur frá upphæðum‘ [K&S 38:32].“4
Fleiri ritningargreinar og upplýsingar
Kenning og sáttmálar 84:19–40; 121:45–46; reliefsociety.lds.org