Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Í tímariti þessu eru greinar og athafnir sem hægt væri að nota á fjölskyldukvöldi. Hér eru tvö dæmi.
„Þau sáu hann,“ bls. 58: Hvað felst í því að vera vitni Krists? Eftir að þið hafið lesið greinina saman sem fjölskylda, getið þið rætt hvernig þið gætuð verið vitni Krists, jafnvel þótt þið hafið ekki séð hann í eigin persónu. Þið getið komið með hugmyndir að því hvernig komast mætti nær frelsaranum, líkt og með því að þjóna flóttafólki í samfélagi ykkar, læra um líf frelsarans í ritninganámi, passa börn fyrir einhver hjón, svo þau geti farið í musterið eða aðstoðað vin sem hefur þörf fyrir hjálp. Þið getið líka horft á myndbandið sem finna má á mormon.org/easter og ígrundað mikilvægi Krists og upprisu hans fyrir ykkur.
„Búa sig dag hvern undir musterið,“ bls. 69: Systir Joy D. Jones minnir okkur á mikilvægi þess að hafa musterið í fyrirrúmi í lífi okkar og vinna að ættarsögu okkar, til að búa okkur undir að fara í musterið. Þið getið íhugað að hafa „ættarsögu- og musteriskvöld“ á fjölskyldukvöldi. Þið getið lært hvernig skrá á nöfn og leita að áaskýrslum eða rætt mikilvægi helgiathafna musterisins og skoðað myndir af musterum á hinum ýmsu svæðum heimsins. Ef þið búið nærri musteri, þá getið þið farið á musterislóðina og rætt hvernig musterið getur aukið nálægð okkar við himneskan föður og gert okkur kleift að upplifa kærleika hans.