Búa sig dag hvern undir musterið
Þegar ég var 9 ára hafði ég dásamlegan kennara í Barnafélaginu sem hét systir Kohler. Ég var afar feimin og hún var svo vingjarnleg að ég naut þess að vera með henni. Dag einn útdeildi hún blöðum til barnanna. Við skrifuðum öll það sem við vildum gera þegar við yrðum eldri. Ég skrifaði: „Fara í háskóla og giftast í musterinu.“ Ég límdi blaðið fyrir ofan skáphurðina mína. Á kvöldin skein götuljósið inn um gluggann minn. Ég horfði á blaðið mitt. Það minnti mig á þrá mína að fara í musterið.
Þegar þetta var, voru musterin aðeins 12 í heiminum. Ég vildi fara í hvert og eitt þeirra.
Alltaf þegar foreldrar mínir skipulögðu sumarfrí ráðgerðu þau að við færum öll saman í musterið. Við áttum heima í Oregon, Bandaríkjunum. Næsta musteri var í 965 km fjarlægð, í Cardston, Alberta, Kanada. Í bílnum okkar var engin loftkæling. Ég sat í aftursætinu, ásamt bróður mínum og systur. Við vorum vön að láta blautan klút hanga út um bílrúðuna. Við settum hann síðan á hálsinn til að kæla okkur niður.
Það var unaðslegt að sjá loks musterið. Ég vissi ekki hvað það var sem gert var í musterinu en foreldrar mínir voru ætíð glöð eftir að hafa varið tíma þar. Ég vissi að musterið var afar mikilvægt. Ég vissi að það var hús Drottins. (Ég er í hvítri skyrtu á ljósmyndinni.)
Eftir að ég varð 12 ára, naut ég þess að taka þátt í skírnum í nokkrum musterum. Þegar ég síðan kynntist eiginmanni mínum, komst ég að því að hann elskaði líka musterið. Við giftum okkur í Manti musterinu í Utah.
Við getum búið okkur undir musterið á hverjum degi. Farið til musterisins þegar tækifæri gefst. Snertið veggi þess. Þegar ömmu-strákurinn minn, Jarret, var 11 ára gamall, þá vann hann að ættarsögu sinni á hverjum sunnudegi, ásamt pabba sínum. Hann fann mörg nöfn áa sinna. Nú, þegar hann er 12 ára, getur hann tekið þátt í skírnum fyrir þessa áa sína í musterinu!
Þegar þið eruð í musterinu, þá getið þið gengið þar sem Jesús gengur. Þetta er húsið hans. Ég vona að þið biðjið dag hvern til himnesks föður um að hann aðstoði við að búa ykkur undir að fara í musterið og finna elsku hans.