2017
Gerðu ritninganámið persónulegra
April 2017


Gerðu TRÚARNÁMIÐ persónulegra

Skoðið þessar ábendingar um trúarnám og finnið svör við andlegum spurningum ykkar.

young woman studying

Hvernig lærir þú þegar þú leitar svara við andlegum spurningum eða reynir bara að skilja ritningarnar betur? Þá á ég við þig – persónulega. Hver hefur sinn háttinn á við skólalærdóminn, en stundum gleymist að við getum líka gert trúarnámið persónulegra. Næst þegar þið hafið andlega eða kenningarlega spurningu, reynið þá að hagnýta ykkur eitthvað af þessum ábendingum til að átta ykkur á hvað gæti best hentað ykkur.

1. Skapið

young man using tablet

Búið til lista, töflu eða kort.(Sjá til dæmis hér að neðan.)

Búið til námsvef. Skráið orð og hugmyndir og tengið það síðan línum og hringjum, til að sýna samband þeirra.

2. Skrifið

Skrifið hugsanir og hugboð sem þið hljótið við lestur ritninganna í glósubók og íhugið oft þær hugsanir.

Skrifið þær hugsanir og hugboð sem berast eftir bænir, jafnvel þótt það tengist ekki beint efninu sem þið lærið. Áttið ykkur á því sem andinn kennir ykkur yfir ákveðinn tíma.

Punktið hjá ykkur spurningar, í glósubók eða símtæki eða skrifblokk við rúmið ykkar, til áminningar og til að hjálpa ykkur að hugsa um hið daglega námsefni.

3. Hlustið og ræðið

mother and daughter studying scriptures

Ræðið við foreldri eða áreiðanlegan leiðtoga. Vinnið saman að þessu. Það gæti tekið tíma, en þið munið þroskast saman í ferlinu.

Kennið einhverjum öðrum. Skiptist á að miðla því sem þið vissulega vitið. Ræðið hvað þið lærðuð af þessum samskiptum.

Hlustið á sögur úr ritningunum eða aðrar SDH sögur.

4. Kannið

Leitið í námshjálp í ritningunum eða á netinu (sjá upptalningu gagnlegs SDH efnis hér á eftir).

Leitið að myndböndum og söngvum á LDS.org sem tengjast námsefni ykkar.

Ígrundið samhengið. Kannið aðdraganda eða kapítula þess efnis eða ritningarversa sem þið lærið.

5. Gerið

young man studying scriptures

Leikið ritningasögur eða aðrar sögur. Hvernig hjálpar það ykkur að skilja námsefnið betur að setja ykkur í spor annars einstaklings? Hvernig væru álíka aðstæður í ykkar lífi?

Búið til ritningakeðju sem tengir svör sem þið finnið í ritningunum. (Sjá til dæmis hér að neðan.)