2017
Týnda veskið
April 2017


Frá Síðari daga heilögum

Týnda veskið

lost wallet

Teikning eftir Wilson J. Ong

Nýlega flutti ég í nýtt hús og bað þess að meðlimir kirkjunnar aðstoðuðu mig þar við ákveðið verk. Í miðju verki fór ég til að kaupa efni sem þurfti til að ljúka því. Eftir að við lukum verkinu, varð mér ljóst að ég var ekki með veskið mitt. Ég varð felmtri sleginn, því í veskinu voru öll mín skilríki, ásamt peningum sem einn viðskiptavinur minn hafði greitt mér þá um morgunin. Ég fór til baka, þar sem ég hafði gert innkaupin, en heppnin var ekki með mér. Ég fór heim til að ganga úr skugga um hvort ég hefði misst það einhversstaðar, en fann það hvergi. Ég tók að íhuga þann möguleika að þurfa að verða mér úti um öll mín skírteini aftur. Áður en ég fór að heiman, spurði vinur minn: „Hefurðu beðist fyrir?“

Ég hugsaði strax: „Auðvitað hef ég þegar beðist fyrir!“

Ég hafði þó ekki beðist fyrir af einlægum ásetningi. Þess í stað reyndi ég að þvinga vilja mínum upp á himneskan föður og skylda hann til þess að hjálpa mér að finna veskið. Þá kom ritningarversið Jesaja 55:8 upp í hugann: „Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir segir Drottinn.“

Á sunnudeginum fór ég í kirkju og meðlimur sem hafði verið með mér deginum áður, sagðist hafa beðist heitt fyrir til himnesks föður um að ég mætti finna veskið mitt. Hann sagði sig hafa skynjað að ég myndi finna það. Síðar, er ég settist niður við mitt persónulega nám, las ég í bókinni Receiving Answers to Our Prayers (bænheyrsla) eftir öldung Gene R. Cook, einn hinna Sjötíu sem látið hefur af störfum. Á fyrstu síðunni var frásögn um álíka vanda og ég hafði lent í. Sonur öldungs Cooks hafði glatað veski sínu, svo fjölskyldan kom saman og bað Drottin þess að þau myndu finna það.

Eftir að hafa lesið frásögnina, fór ég eftir því sem þar kom fram og kallaði til mín eiginkonu mína og börn. Við mynduðum hring og hver og einn flutti sín bænarorð og bað Drottin um að hjálpa okkur að finna veskið, ef það væri vilji hans.

Ég hafði áður upplifað mátt bænar, en að þessu loknu, er ég baðst fyrir í einrúmi, bað ég himneskan föður um bænheyrslu til að styrkja trú eiginkonu minnar og barna.

Daginn eftir hringdi maður nokkur í mig. Hann sagðist hafa fundið veskið mitt, með peningunum í. Ég grét líkt og barn, því ég hafði verið bænheyrður og fjölskylda mín styrkst í trú.

Ég veit að himneskur faðir svarar hverju okkar, að eigin vilja og tíma, þótt hann þurfi að sinna sínum mörgu börnum.