Skínandi stjarna
Höfundur býr í Kolórado, Bandaríkjunum.
„Gott er að vera saman í Barnafélaginu“ (Children’s Songbook, 254).
Stjarna togaði í fötin sín. Það var enn skrítið að vera í kjól í kirkju. Í gömlu kirkjunni hennar voru stúlkur í buxum eða stuttbuxum á sunnudögum. Þannig var það ekki í nýju kirkjunni hennar. Hún og mamma hennar höfðu nýlega skírst í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Stjarna dæsti þegar hún leit í spegilinn. Hún hlakkaði til að fara í kirkjuna í fyrsta sinn, sem samþykktur meðlimur, en henni var þó svolítið órótt. Áður fyrr hafið hún verið hjá mömmu sinni allan kirkjutímann. Nú var hún hins vegar að fara í Barnafélagið.
Stjarna blikkaði augunum að spegilmynd sinni. Hvað ef hún samlagaðist ekki. Hvað ef hinum börnunum líkaði ekki við hana.
„Stjarna! Eru tilbúin?“ kallaði mamma.
Stjarna gekk niður stigann. „Er ég allt í lagi?“ spurði hún.
Mamma brosti. „Þú ert falleg.“
Stjarna setti upp svip. „Þú verður að segja það. Þú ert mamma mín.“
„Þú hefur rétt fyrir þér. Ég verð vissulega að segja það. Af því að það er satt.“
Stjarna brosti örlítið. Mamm átti alltaf gott með að láta henni líða betur. Hún hafði þó ennþá fiðring í maganum. Hvað ef ekkert hinna barnanna vildi tala við hana? Hún átti vini í skóla, en þeir voru ekki meðlimir í nýju kirkjunni hennar. Hún vildi að hún ætti þó væri ekki nema einn vin sem færi í kirkju með henni.
„Ég man eftir svolitlu sem ég verð að gera,“ sagði hún við mömmu.
Hún hljóp aftur upp á loft og kraup við rúmið sitt. „Kæri himneski faðir, viltu hjálpa mér að eignast vini. Ég trúi að það sé satt sem trúboðarnir kenndu, en er svolítið hrædd.“
Stjarna dokaði við á hnjánum og hlustaði. Eftir andartak fann hún ljúfa, friðsæla tilfinningu og var ekki lengur eins kvíðin.
Í kirkju sátu Stjarna og mamma við hlið fjölskyldu þriggja lítilla stúlkna. Foreldrar þeirra kynntu sig og tóku mömmu tali, áður en samkoman hófst. Stjarna hjálpaði stúlkunum að lita mynd af Jesú.
Andrews biskup gekk til þeirra. „Systir Cunningham! Stjarna! Það er gott að sjá ykkur í dag.“ Hann brosti blítt til þeirra og heilsaði þeim með handabandi. Stjarna hafði gleymt því hve allir í kirkjunni voru almennilegir. Kannski myndi hún eignast vin þrátt fyrir allt.
Eftir sakramentissamkomuna fór Stjarna í Barnafélagið. Hún skimaði óörugg yfir barnahópinn þegar hún settist niður. Þau voru að tala saman og virtust ekki taka eftir henni. Stjarna fékk sting í hjartað. Hún yrði þá útundan eins og henni kveið.
Í sama mund gekk stúlka á aldri við Stjörnu inn í kennslustofnuna. „Hún virðist líka óörugg,“ hugsaði Stjarna með sér. „Ég gæti farið og talað við hana.“
Stjarna dró djúpt að sér andann og gekk síðan að stúlkunni. „Halló, ég heiti Stjarna. Ég er ný hér. Viltu þú sitja hjá mér?“ Stjarna hélt í sér andanum. Myndi stúlkan vilja vera vinkona hennar?
Stúlkan brosti af hálfkæringi. „Ég heiti Sara. Ég er líka ný hér. Fjölskylda mín er nýflutt frá Ontario.“
„Ég og mamma létum skírast fyrir tveimur vikum,“ sagði Stjarna. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera.“
Bros Söru breikkaði. „Við skulum komast að því saman.“
Stjarna og Sara sátu saman í stofunni. Stundum gaut Stjarna augunum að Söru og brosti. Sara brosti á móti. Stjarna fann fyrir friðsæld og var hamingjusöm. Hún vissi að himneskur faðir hafði bænheyrt hana og hjálpað henni að eignast vinkonu.
Kennarinn bað Stjörnu og Söru að kynna sig.
Stjarna stóð upp. „Ég heiti Stjarna Cunningham. „Ég og mamma létum skírast fyrir tveimur vikum.“ Hún þagnaði og bros færðist yfir hana þegar hún horfði á hina nýju vinkonu sína. „Þarna er Sara, vinkona mín.“