Sögur um Jesú
Jesús gaf okkur sakramentið
Jesús vissi að tími hans á jörðu var næstum liðinn. Hann bauð postulum sínum að koma til að neyta Síðustu kvöldmáltíðarinnar. Hann gaf þeim sakramentið og bauð þeim að hafa sig ávallt í huga.
Jesús fór í garðinn til að biðjast fyrir. Hann kvaldist fyrir allar syndir og allt hið slæma í lífi allra manna. Síðan dó hann á krossi og var settur í gröf.
Á sunnudagsmorgni eftir dauða Jesú, komu konur nokkrar að gröfinni. Grafarsteinninn hafði verið tekinn frá munanum og gröfin var tóm! Hvar var Jesús?
Hann hafði lifnað við! María Magdalena sá Jesú. Hann vitjaði postula sinna, svo þeir yrðu undir það búnir að kenna fagnaðarerindið eftir að hann færi aftur til himins.
Þegar ég meðtek sakramentið, þá hugsa ég um Jesú. Ég minnist þess að hann lifði og dó og reis upp fyrir mig, svo ég fái lifað aftur!