Börn
Traust
Reynið þetta með vini. Þið þurfið að treysta honum og fylgja leiðsögn hans vandlega.
Takið ykkur penna eða blýant í hönd og lokið augunum. Fáið vin ykkar til að segja ykkur hvar teikna á augu, nef, munn og hár til að úr verði andlit. Skoðið síðan árangurinn. Hvernig tókst til? Þið getið litað andlitið og endurtekið leikinn með því að teikna annað.
Stundum reynist erfitt að fylgja leiðsögn. Þegar við hins vegar reynum að fylgja himneskum föður með því að hlusta á heilagan anda, þá mun hann hjálpa okkur. Við getum ætíð sett traust okkar á hann.