Sögur úr ritningunum
Saría


„Saría,” Sögur úr Mormónsbók

„Saría,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

1. Nefí 2–3; 5

Saría

Trúarferð konu

Saría og Lehí

Saría bjó í Jerúsalem með fjölskyldu sinni. Eiginmaður hennar, Lehí, var spámaður Guðs. Dag einn sagði Drottinn Lehí að yfirgefa Jerúsalem með fjölskyldu sinni.

1. Nefí 2:1–3

Saría biðst fyrir

Saría trúði á Drottin. Hún og fjölskylda hennar yfirgáfu heimili sitt. Þau skildu eftir allt sitt gull og silfur til að fara með Lehí út í óbyggðirnar.

1. Nefí 2:4–5

Saría í óbyggðunum

Saría og Lehí tóku með matvæli og aðra hluti sem þau þurftu. Eftir að hafa ferðast í marga daga, settu þau upp tjöld í óbyggðunum til að búa í. Þau reistu altari og þökkuðu Drottni fyrir hjálpina.

1. Nefí 2:4, 6–7, 15

Saría áhyggjufull með Lehí úr fjarlægð

Dag einn bað Drottinn syni Saríu og Lehís að fara til Jerúsalem og ná í látúnstöflurnar. Saría varð hrædd þegar synir hennar komu ekki til baka. Hún hélt að þeir væru dánir. Lehí hughreysti Saríu. Þau ákváðu að treysta því að Drottinn myndi vernda syni þeirra.

1. Nefí 3:1–2, 4–65:1–6

Saría og Lehí taka á móti sonum sínum.

Saría fylltist gleði þegar synir hennar komu til baka frá Jerúsalem. Hún vissi að Drottinn hafði verndað þá. Hún treysti því að Drottinn myndi gefa þeim mátt til að gera það sem hann bauð þeim. Öll fjölskylda Saríu gladdist og þau þökkuðu Drottni.

1. Nefí 5:7–9