Scripture Stories
Nefísk þjónustustúlka


„Nefísk þjónustustúlka,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 50

Nefísk þjónustustúlka

Hjálpar við að verja fólk sitt

Ljósmynd
Moríanton heldur á kyndli og talar til fjölda fólks, með þjónustustúlku í nálægð

Þjónustustúlka vann fyrir foringja Nefíta sem hét Moríanton. Moríanton var að valda usla meðal fólksins. Hann réðst á hóp Nefíta og reyndi að taka land þeirra. Hann lagði síðan á ráðin um að ferðast norður með fólkinu sínu og taka land þar.

Alma 50:25–30

Ljósmynd
þjónustustúlka hleypur frá Moríanton að nóttu til.

Dag nokkurn reiddist Moríanton þjónustustúlkunni. Hann fór illa með hana og meiddi hana. Þjónustustúlkan flúði og hljóp til tjaldbúða Morónís hershöfðingja. Hún sagði Moróní frá því slæma sem Moríanton gerði. Moróní trúði henni.

Alma 50:30–31

Ljósmynd
þþjónustustúlka bendir á kort og ræðir við Moróní hershöfðingja

Þjónustustúlkan sagði Moríanton vilja fara og yfirtaka landið í norðri. Moróní var áhyggjufullur. Nefítarnir gætu verið í hættu ef Moríanton yfirtæki landið í norðri. Það gæti valdið því að fólkið myndi glata frelsinu.

Alma 50:31–32

Ljósmynd
þþjónustustúlka horfir á Moróní og herinn

Moróní sendi út her til þess að stöðva Moríanton. Þegnar Moríantons börðust við herinn og biðu ósigur. Þeir lofuðu að vera friðsamir og snéru aftur til síns heimalands. Aðvörun þjónustustúlkunnar varð til þess að borgir Nefíta voru öruggar.

Alma 50:33, 35–36

Prenta