Sögur úr ritningunum
Líahóna og brotni boginn


„Líahóna og brotni boginn,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

1. Nefí 16

Líahóna og brotni boginn

Leita eftir hjálp frá Drottni

fjölskyldur sitja saman í kringum varðeld

Fjölskyldur Lehís og Ísmaels ferðuðust um óbyggðirnar í mörg ár. Drottinn leiddi þau um stóran hluta landsins. Þau urðu að veiða og safna fæðu á leiðinni. Þetta var erfitt ferðalag.

1. Nefí 16:14; 17:1, 4

Lehí horfir á sólsetur

Drottinn lofaði að leiða fjölskyldurnar til góðs lands ef þau héldu boðorð hans. Þau vissu ekki hvernig þau ætti að finna þetta land, en hann myndi leiða þau.

1. Nefí 2:20; 10:13; 17:13–14

Lehí heldur á Líahóna

Morgun einn fann Lehí sér til furðu látúnskúlu fyrir utan tjaldið sitt. Kúlan var kölluð Líahóna. Inni í Líahóna var vísir sem benti í þá átt sem hópurinn þurfti að fara. Stundum fundu þau skilaboð frá Drottni rituð á Líahóna. Þannig leiddi Drottinn þau.

1. Nefí 16:10, 16, 26–29; Alma 37:38

Nefí með brotinn boga og Laman og Lemúel mögla.

Dag einn þegar Nefí var við veiðar, brotnaði stálboginn hans. Fjölskyldurnar gátu ekki aflað sér fæðu án hans. Bræður Nefí voru reiðir honum og Drottni.

1. Nefí 16:18–21

Nefí heldur á brotnum boga og Lehí er í uppnámi

Þau voru öll mjög þreytt og hungruð. Sum þeirra voru döpur og mögluðu. Þau óttuðust að þau myndu svelta. Jafnvel Lehí möglaði frammi fyrir Drottni.

1. Nefí 16:19–22, 35

Nefí heldur á hamri og meitli

Nefí bjó til nýjan boga úr viði. Hann hafði trú á því að Drottinn myndi hjálpa sér að finna fæðu.

1. Nefí 16:23

Lehí og Nefí horfa á Líahóna

Nefí spurði Lehí hvar hann ætti að veiða. Lehí sá eftir því að hafa möglað. Hann iðraðist og bað Drottinn um hjálp. Drottinn sagði Lehí að líta á Líahóna. Það voru skilaboð á Líahóna. Fjölskyldurnar lærðu að Líahóna virkaði aðeins þegar þær trúðu á Drottin og hlýddu boðorðum hans.

1. Nefí 16:23–29

Fjölskylda Nefís horfir á hann bera skepnu sem hann veiddi

Stundum breytti Drottinn skilaboðunum á Líahóna til að hjálpa þeim á ferðum þeirra. Líahóna hjálpaði Nefí að vita hvar ætti að veiða. Hann kom til baka með fæðu og þau voru öll ánægð. Þau iðruðust og þökkuðu Drottni.

1. Nefí 16:28–32