„Ammon,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Ammon
Auðmjúkur þjónn
Ammon og bræður hans vildu kenna Lamanítum um Drottin. Þeir fóru til landsins þar sem Lamanítar bjuggu. Þeir föstuðu og báðust fyrir á leiðinni til þess að biðja Drottin um hjálp. Drottinn hughreysti þá. Hann sagði þeim að vera þolinmóðir og sýna gott fordæmi. Þeir fóru hver á sinn stað til að kenna.
Ammon fór til staðar sem nefndist Ísmael. Fólkið þar batt hann og færði hann til Lamoní konungs. Ammon sagði Lamoní að hann vildi lifa meðal Lamanítana. Lamoní líkaði vel við Ammon og veitti honum frelsi. Hann vildi að Ammon myndi kvænast einni af dætrum hans en Ammon kaus þess í stað að gerast þjónn hans.
Lamoní sagði Ammon að sjá um dýrin sín. Dag einn fór Ammon ásamt öðrum þjónum með dýrin til þess að brynna þeim. Á meðan dýrin drukku komu ræningjar og hræddu þau í burtu. Hinir þjónarnir voru hræddir um að þeim yrði refsað fyrir að týna dýrum Lamonís.
Ammon vissi að þetta væri tækifæri til þess að sýna mátt Drottins. Hann sagði hinum þjónunum að hafa ekki áhyggjur og hjálpaði þeim að finna dýrin.
Ræningjarnir komu aftur til þess að hræða dýrin. En í þetta skiptið sagði Ammon hinum þjónunum að vera kyrra og hindra dýrin í að hlaupa burtu.
Ammon fór til þess að stöðva ræningjana frá því að hræða sauðina. Ræningjarnir voru ekki hræddir við Ammon. Þeir héldu að þeir væru sterkari en hann. Þeir vissu ekki að Drottinn væri að hjálpa Ammon.
Ammon skaut grjóti að ræningjunum með slöngvunni sinni. Sumir þeirra dóu. Þetta reitti hina ræningjana til reiði og þeir vildu drepa Ammon. Það kom þeim á óvart að þeir gátu ekki hitt Ammon með sínu grjóti. Þeir bjuggust ekki við því að hann væri svona öflugur.
Ræningjarnir reyndu að berja Ammon með kylfunum sínum. Í hvert skipti sem þeir reyndu, hjó Ammon af þeim handleggina með sverði sínu svo þeir gátu ekki barist. Brátt voru þeir of hræddir til þess að halda áfram og hlupu í burtu.
Þjónarnir sögðu Lamóni frá því hvernig Ammon bjargaði dýrunum. Lamoní varð undrandi. Hann hélt að Ammon væri hinn mikli andi sem hefur mikinn mátt og veit alla hluti.
Lamoní vildi ræða við Ammon en hann var einnig áhyggjufullur.
Ammon fór að hitta Lamoní en Lamoní vissi ekki hvað hann ætti að segja. Drottinn hjálpaði Ammon að vita hvað Lamoní hugsaði. Ammon sagðist ekki vera hinn mikli andi. Hann sagði Lamoní að hinn mikli andi væri Guð. Lamoní vildi læra meira um Guð.
Ammon sagði að Guð hefði skapað heiminn og alla í honum. Ammon sagði síðan Lamoní að Guð væri með sáluhjálparáætlun. Sem hluti af þeirri áætlun, myndi Jesús Kristur koma. Lamoní trúði því sem Ammon sagði honum. Lamoní baðst fyrir og bað Guð að sýna sér og fólkinu sínu miskunn.