Scripture Stories
Mósía og Seniff


„Mósía og Seniff,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Omní 1; Mósía 9

Mósía og Seniff

Vernduð af Guði

Ljósmynd
Mósía leiðir fólkið

Nefítar og Lamanítar háðu mörg stríð. Dag einn sagði Drottinn Nefítanum Mósía að yfirgefa land Nefís með hverjum þeim sem vildi fylgja Drottni.

Omní 1:10, 12

Ljósmynd
Mósía horfir á borg

Margir Nefítar hlýddu Drottni og fylgdu Mósía. Drottinn leiddi þá til lands þar sem þegar var fólk fyrir. Fólkið þar var kallað íbúar Sarahemla.

Omní 1:13–14

Ljósmynd
Mósía talar við fólk

Íbúar Sarahemla höfðu líka komið frá Jerúsalem fyrir löngu síðan. Fólkið þar gladdist því Drottinn hafði sent Nefítana með látúnstöflurnar. Fólk Mósía sameinaðist íbúum Sarahemla. Allt fólkið kaus Mósía sem konung sinn. Hann kenndi þeim um Drottin.

Omní 1:14–19

Ljósmynd
Seniff leiðir fólkið

Nefítarnir höfðu búið í nokkurn tíma í Sarahemla þegar stór hópur þeirra fór aftur til lands Nefís. Þeir voru leiddir af Nefítanum Seniff.

Omní 1:27–29; Mósía 9:3–5

Ljósmynd
Konungur Lamaníta talar

Lamanítarnir bjuggu nú í landi Nefís og því spurði Seniff konung þeirra hvort fólkið hans mætti búa þar líka. Konungurinn samþykkti það.

Mósía 9:6–10

Ljósmynd
Lamanítar gera árás

Konungurinn blekkti Seniff og fólkið hans. Hann leyfði þeim að lifa í landi Nefís svo hann gæti síðar tekið eitthvað af matvælum þeirra og skepnum. Fólk Seniffs lifði þar árum saman í friði. Fólkið ræktaði margt matarkyns og var með margar skepnur. Lamanítarnir gerðu árás og reyndu að taka frá þeim matvælin og skepnurnar.

Mósía 9:10–14

Ljósmynd
Fólk Seniffs vinnur bardaga

Seniff kenndi fólki sínu að treysta Drottni. Þegar Lamanítarnir komu til að berjast við fólkið, lagðist Seniff og fólk hans á bæn. Drottinn veitti þeim styrk og verndaði það. Þeim tókst að hrekja Lamanítana á brott. Drottinn blessaði Seniff og fólk hans fyrir trú þeirra.

Mósía 9:15–18

Prenta