„Kóríanton“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Kóríanton
Snúa aftur til Drottins
Kóríanton var einn af sonum Alma Hann fór með föður sínum, bróður sínum Siblon og öðrum til að kenna hópi fólks, sem kölluðust Sóramítar, um fagnaðarerindi Jesú Krists
Þegar Kóríanton var með fólkinu freistaðist hann til að syndga. Í stað þess að hlýða Drottni, valdi hann að gera hluti sem voru andstæðir boðorðum Drottins. Vegna þess sem hann gerði, trúðu sumir Sóramítarnir ekki því sem Alma og synir hans kenndu.
Alma bauð Kóríanton að iðrast og snúa sér til Drottins til að fá fyrirgefningu. Kóríanton hafði áhyggjur af sumu í áætlun Drottins. Alma hjálpaði syni sínum að skilja hamingjuáætlun Drottins, friðþægingu Krists, upprisuna og lífið eftir dauðann. Alma minnti hann á að Drottinn hefði enn verk fyrir hann að vinna.
Kóríanton hlustaði á föður sinn. Hann trúði á Jesú og iðraðist synda sinna. Hann lærði að Drottinn var réttlátur, kærleiksríkur og gæskuríkur. Kóríanton kenndi aftur með föður sínum og bróður. Þeir kenndu mörgu fólki um gleði og frið iðrunar og að lifa samkvæmt fagnaðarerindi Jesú Krists.