„Endurkoma til Jerúsalem,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
„Endurkoma til Jerúsalem,” Sögur úr Mormónsbók
Endurkoma til Jerúsalem
Ferð til að ná látúnstöflunum
Fjölskylda Lehí og Saría ferðaðist um óbyggðirnar. Drottinn sagði Lehí í draumi frá ritningunum sem ritaðar voru á látúnstöflurnar. Maður að nafni Laban var með þær í Jerúsalem. Drottinn sagði fjölskyldu Lehís að þau þyrftu að hafa látúnstöflurnar með sér í förina.
Drottinn bauð Lehí að senda syni sína aftur til Jerúsalem eftir látúnstöflunum. Bræður Nefís mögluðu. Þeir sögðu Lehí að það væri erfitt verk. Þeir vildu ekki fara.
Það var erfitt að gera en Nefí vildi hlýða. Hann vissi að Drottinn myndi hjálpa sér og bræðrum hans. Nefí sagði Lehí að hann myndi fara aftur til Jerúsalem eftir látúnstöflunum.
Laman, Lemúel, Sam og Nefí fóru aftur til Jerúsalem. Þegar þeir komu þangað ákváðu þeir að Laman myndi fara í hús Labans og biðja um látúnstöflurnar.
Þegar Laman spurði um látúnstöflurnar kallaði Laban hann ræningja. Laban sagði að hann myndi drepa Laman.
Laman flýði og sagði bræðrum sínum hvað hafði gerst.
Bræðurnir fjórir voru daprir. Laman, Lemúel og Sam vildu fara aftur til foreldra sinna í óbyggðunum en Nefí fékk hugmynd. Hann sagði að þeir gætu skipt við Laban til að fá látúnstöflurnar. Þeir fóru aftur til heimilis síns í borginni og náðu í allt gull sitt og silfur til skiptanna.
Þegar þeir sýndu Laban allt silfrið og gullið vildi hann fá það allt. Hann vildi þó ekki láta þá fá látúnstöflurnar. Þess í stað sagði hann þjónum sínum að drepa bræðurna svo hann gæti tekið gull þeirra og silfur.
Bræðurnir fjórir hlupu til að bjarga lífi sínu og skildu eftir gull sitt og silfur. Þjónar Labans náðu þeim ekki. Bræðurnir földu sig í helli.
Eftir þessa erfiðu reynslu voru Laman og Lemúel reiðir Nefí. Þeir börðu Nefí og Sam með barefli.
Skyndilega kom engill og spurði hvers vegna þeir væru að berja Nefí. Engillinn sagði að Nefí hefði verið valinn til að leiða þá. Engillinn sagði þeim síðan að fara aftur til Jerúsalem. Drottinn myndi greiða þeim leið til að ná í látúnstöflurnar.