„Spámaðurinn Moróní,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Spámaðurinn Moróní
Hafandi hina hreinu ást Krists
Moróní var síðasti spámaður Nefíta. Hann barðist í mikilli styrjöld á milli Nefíta og Lamaníta. Fjölskylda hans og allir sem hann þekkti létust í stríðinu. Fólkið í landinu var ranglátt. Það drap alla sem trúðu á Jesú Krist. Moróní trúði á Jesú. Hann vildi ekki neita því að Jesús er frelsarinn.
Mormón, faðir Morónís, hafði ritað sögu þjóðar sinnar á málmtöflur. Áður en Mormón dó, lét hann Moróní fá töflurnar. Moróní þurfti að fela sig til að vernda eigið líf og töflurnar.
Mormón 6:6; 8:1–5, 13; Moróní 1:1–3
Lífið var erfitt fyrir Moróní, en hann var áfram trúfastur. Hann skrifaði það sem Mormón kenndi um kærleika, hina hreinu elsku Krists. Mormón sagði að fólk ætti að biðja til Guðs af öllum hjartans mætti til að öðlast þessa elsku. Hann sagði Guð veita þeim kærleika sem sannlega fylgja Jesú.
Moróní 7:32–33, 40–48; 10:20–21, 23
Moróní elskaði Lamanítana, jafnvel þótt sumir þeirra hefðu drepið alla sem hann þekkti og vildu drepa hann. Hann ritaði margt á málmtöflurnar til hjálpar Lamanítum í framtíðinni. Hann vonaði að þeir myndu dag einn lesa heimildirnar og trúa á Jesú aftur.
Mormón 8:1–3; Moróní 1:1–4; 10:1
Moróní bauð öllum sem lesa heimildirnar að hugleiða hve ástúðlega Guð hefur annast börn sín. Hann bauð þeim að biðja til Guðs og spyrja hvort frásögnin væri sönn. Hann sagði að ef þeir trúa á Jesú og þrá einlæglega að vita það, mun Guð láta þá vita sannleikann. Þeir munu vita hann með krafti heilags anda.
Formáli Mormónsbókar; Móróní 10:1–5.
Moróní lauk við að skrifa heimildirnar. Hann gróf síðan málmtöflurnar í jörðu. Jesús sagði Moróní að sagan sem rituð væri á töflurnar myndi dag einn blessa líf barna Guðs um allan heim.
Mörgum árum síðar sendi Guð Moróní, sem engil, til að sýna ungum dreng að nafni Joseph Smith hvar málmtöflurnar væru grafnar. Joseph var kallaður af Guði til að vera spámaður. Guð hjálpaði Joseph að þýða töflurnar svo fólk gæti lesið það sem á þær var ritað. Heimildin kallast nú Mormónsbók.