„Antí-Nefí-Lehítarnir,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Antí-Nefí-Lehítarnir
Fólk sem kaus að elska óvini sína
Margir Lamanítar lærðu um Guð af Ammon og bræðrum hans. Þessir Lamanítar höfðu sterka trú á Drottin og fylgdu boðorðum Guðs. Þeir vildu fá nýtt nafn og kölluðu sig Antí-Nefí-Lehíta í stað Lamaníta.
Antí-Nefí-Lehítarnir breyttust vegna trúar sinnar á Guð. Þeir iðruðust þess slæma sem þeir höfðu gert. Þeir vissu að Guð elskaði þá og fyrirgaf þeim.
Lamanítarnir voru reiðir og voru að búa sig undir að ráðast á Antí-Nefí-Lehítana. Í stað þess að berjast gáfu Antí-Nefí-Lehítarnir Guði loforð. Þeir sögðust aldrei ætla að meiða fólk aftur. Til að sýna þetta grófu þeir vopn sín. Þeir kusu að elska óvini sína í stað þess að meiða eða drepa þá.
Lamanítarnir sem trúðu ekki á Guð réðust á Antí-Nefí-Lehítana.
Antí-Nefí-Lehítarnir trúðu að ef þeir yrðu drepnir myndu þeir lifa með Guði. Þeir héldu loforð sitt við Guð og börðust ekki við Lamanítana.
Í stað þess að berjast báðust Antí-Nefí-Lehítarnir fyrir. Þegar Lamanítarnir sáu þetta, hættu margir þeirra árás sinni. Þeim leið illa að drepa fólk. Þessir Lamanítar völdu líka að meiða aldrei fólk aftur. Þeir gengu til liðs við Antí-Nefí-Lehítana.
Þegar tíminn leið réðst fleira fólk á þá. Ammon og bræður hans voru sorgmæddir yfir því að Antí-Nefí-Lehítarnir þjáðust. Þeir báðu konung að taka við fólki sínu til að búa með Nefítunum. Konungur sagði að þeir myndu fara ef Drottinn vildi að þeir færu. Ammon baðst fyrir. Drottinn sagði að þeir skyldu fara og að hann myndi gæta að öryggi þeirra.
Nefítar gáfu Antí-Nefí-Lehítum land til að búa í og vernduðu þá. Í staðinn gáfu Antí-Nefí-Lehítarnir Nefítunum fæðu. Antí-Nefí-Lehítarnir höfðu mikla trú og elskuðu Guð. Þeir voru heiðarlegir við alla og héldu loforð sitt um að berjast aldrei. Þeir voru trúfastir alla sína ævi.