Sögur úr ritningunum
Alma og Kóríhor


„Alma og Kóríhor,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 30

Alma og Kóríhor

Trúa að Guð sé til

Kóríhor brosir og talar við einhvern þar sem þeir ganga á fjölförnum vegi

Maður sem hét Kóríhor kom til Sarahemlalands. Hann sagði fólki að Guð og Jesús Kristur væru ekki til.

Alma 30:6, 12, 37–38; 45

Kóríhor brosir og bendir á dapurt barn

Kóríhor sagði að einungis væri hægt að vita eitthvað með því að sjá það. Hann gerði grín að fólki sem trúði á Jesú.

Alma 30:13–16

Kóríhor brosir og talar við hóp af fólki

Kóríhor sagði að fólkið þyrfti ekki boðorð Guðs. Hann sagði að fólk gæti gert allt sem það vildi. Margir trúðu honum. Þeir ákváðu að gera slæma hluti.

Alma 30:17–18

Kóríhor handsamaður og hermenn fylgja honum út úr borginni

Kóríhor reyndi að kenna Antí-Nefí-Lehítum en þeir trúðu honum ekki. Þeir bundu hann og sendu á brott. Hann fór til Gídeonlands. Þar batt fólkið hann líka. Það sendi hann til Alma.

Alma 30:19–29

Kóríhor brosir og veifar höndum að Alma

Kóríhor sagði Alma að Guð væri ekki til. Hann sagði að Alma og hinir prestarnir væru að ljúga að fólkinu. Kóríhor sagði að þeir væru að láta fólkið fylgja kjánalegum hefðum. Hann sagði að þeir væru að taka peninga frá fólkinu. Alma vissi að þetta væri ekki satt. Hann trúði á Guð og Jesú.

Alma 30:30–40

Alma talar við hóp fólks og Kórihor situr að baki hans með krosslagða arma.

Alma sagði spámennina og allt á jörðinni hjálpa fólki að vita að Guð væri til. Kóríhor vildi fá fleiri sannanir. Alma sagði að hann myndi gefa honum sönnun. Hann sagði að Guð myndi gera Kóríhor mállausan. Um leið og Alma sagði þetta gat Kóríhor ekki talað.

Alma 30:41–50

Kóríhor virðist dapur og bendir á áritað blað um leið og hópur fólks gengur burtu frá honum

Kóríhor skrifaði að hann vissi að Guð væri til. Hann hefði alltaf vitað það. Hann skrifaði að djöfullinn hefði blekkt sig. Djöfullinn sagði Kóríhor að kenna lygar um Guð og Jesú. Þegar fólkið lærði sannleikann um Kóríhor, trúði það ekki kenningum hans. Það iðraðist og tók aftur að fylgja Jesú.

Alma 30:52–53, 57–58