Scripture Stories
Teankúm og Moróní


„Teankúm og Moróní,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 62

Teankúm og Moróní

Sýna mikið hugrekki.

Ljósmynd
Ammorón með her Lamaníta að berjast við her Nefíta

Eftir dauða Amalikkía varð bróðir hans, Ammorón, konungur Lamaníta. Ammorón barðist áfram við Nefítana. Stríðið varði árum saman. Nefítarnir fóru að sigra svo Lamanítarnir flúðu til borgar einnar. Moróní, Teankúm og annar herforingi Nefíta fóru á eftir Lamanítum með herjum sínum.

Alma 52:3–4; 54:16–24; 62:12–35

Ljósmynd
Teankúm, vopnaður spjóti, nálgast borgina að nóttu til

Teankúm var reiður Amalikkía og Ammorón að hafa byrjað þetta mikla, langa stríð. Vegna stríðsins höfðu margir látið lífið og mjög lítið var um fæðu. Teankúm vildi enda stríðið. Hann fór inn í borgina um nóttina til að leita að Ammorón.

Alma 62:35–36

Ljósmynd
Teankúm heldur í reipi með krók og stekkur yfir vegg

Teankúm klifrar yfir borgarvegginn. Hann fór á milli staða í borginni, þar til hann fann svefnstað Ammoróns.

Alma 62:36

Ljósmynd
Teankúm stendur í tjalddyrunum með spjót og reipi

Teankúm kastaði spjóti að Ammorón Það lenti nærri hjartastað. En Ammorón náði að vekja þjóna sína áður en hann dó.

Alma 62:36

Ljósmynd
Teankúm mætir hermönnum Lamaníta sem eru vopnaðir spjótum

Þjónar Ammoróns eltu Teankúm og drápu hann. Aðrir leiðtogar Nefíta voru mjög daprir vegna dauða Teankúms. Hann barðist af hugrekki fyrir frelsi fólks síns.

Alma 62:36–37

Ljósmynd
Hermenn Nefíta handsama hermenn Lamaníta

Þrátt fyrir að hafa látið lífið, hafði Teankúm hjálpað Nefítum að vinna stríðið. Hans vegna misstu Lamanítar leiðtoga sinn. Næsta morgun barðist Moróní við Lamanítana og hafði sigur. Lamanítarnir yfirgáfu land Nefíta og stríðinu lauk.

Alma 62:37–38

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi stjórnar mönnum sem byggja þorp og fjölskyldur horfa á

Loksins komst á friður. Moróní lagði hart að sér við að gera land Nefíta öruggt fyrir Lamanítunum. Því næst fór Moróní heim til að lifa í friði. Spámenn kenndu fagnaðarerindið og leiddu kirkju Guðs. Fólkið treysti á Drottin og hann blessaði það.

Alma 62:39–51

Prenta