„Tákn um fæðingu Jesú,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Tákn um fæðingu Jesú
Trú á kenningar spámanns
Það voru liðin um fimm ár síðan Samúel spámaður kenndi um táknin fyrir fæðingu Jesú Krists. Margir trúðu og litu eftir táknunum. Aðrir sögðu að Samúel hefði rangt fyrir sér og að tími táknanna væri þegar liðinn. Þeir gerðu grín að þeim sem trúðu og sögðu að Jesú myndi ekki koma.
Hinir trúuðu voru áhyggjufullir en þeir höfðu trú. Þeir héldu áfram að líta eftir táknunum. Eitt táknið var albjört nótt. Það yrði bjart sem dagur væri, jafnvel eftir að sólinn settist. Hin albjarta nótt væri tákn um að Jesús myndi fæðast daginn eftir í öðru landi.
Fólkið sem trúði ekki gerði áætlun. Það valdi dag og sagði að ef táknið myndi ekki koma þann dag, þá yrðu hinir trúuðu líflátnir.
Maður að nafni Nefí var spámaður á þessum tíma. Hann var mjög dapur að sumt fólk vildi lífláta hina trúuðu.
Nefí laut niður til jarðar og bað til Guðs vegna hinna trúuðu sem átti að lífláta. Hann baðst fyrir allann daginn.
Í svari við bænum sínum heyrði Nefí rödd Jesú. Jesús sagði að táknið myndi koma fram um nóttina og að hann myndi fæðast daginn eftir.
Þá nótt var bjart sem dagur væri, jafnvel eftir að sólinn settist. Fólkið sem ekki hafði trúað orðum Samúels varð svo undrandi að það féll til jarðar. Það var hrætt vegna þess að það hafði ekki trúað. Fólkið sem trúði var ekki líflátið.
Daginn eftir reis sólinn aftur og himininn hélst bjartur. Allt fólkið vissi að þetta væri dagurinn sem Jesús myndi fæðast.
Fólkið sá annað tákn. Ný stjarna birtist á himninum. Öll þau tákn sem Samúel sagði fyrir um rættust. Margir trúðu á Jesú og meðtóku skírn.