Scripture Stories
Gídeon, Alma og Nehor


„Gídeon, Alma og Nehor,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Gídeon, Alma og Nehor,“ Sögur úr Mormónsbók

Alma 1

Gídeon, Alma og Nehor

Verja sannleikann með orði Guðs

Ljósmynd
Alma yngri hlustar á föður sinn

Nefítar kjósa Alma yngri til að vera yfirdómari þeirra. Alma var einnig æðsti prestur kirkjunnar.

Mósía 29:41–44

Ljósmynd
Nehor bendir til himins

Maður sem nefndur var Nehor fór að kenna fólkinu það sem hann kallaði orð Guðs. En hann kenndi fólkinu að það þyrfti ekki að hlýða Guði né að iðrast.

Alma 1:2–4, 15

Ljósmynd
fólk færir Nehor peninga

Mörgum líkaði vel og trúðu því sem Nehor sagði. Hann vildi að fólk færði honum peninga og lofsamaði hann. Hann taldi sig vera betri en annað fólk. Hann stofnaði sína eigin kirkju og margir hlustuðu á hann.

Alma 1:3, 5–6

Ljósmynd
Nehor að deila við Gídeon

Einn dag hitti Nehor gamlan mann sem hét Gídeon. Gídeon var kennari í kirkju Guðs og hafði gert margt gott. Nehor vildi að fólk yfirgæfi kirkjuna og því deildi hann við Gídeon. Gídeon notaði orð Guðs til að sýna að Nehor var ekki að kenna sannleikann. Nehor varð reiður! Hann drap Gídeon með sverði sínu.

Alma 1:7–9; 13

Ljósmynd
Nehor að deila við Alma

Fólkið færði Nehor til Alma til að hljóta dóm. Nehor reyndi að verja það sem hann hafði gert. Hann vildi ekki að sér yrði refsað.

Alma 1:10–11

Ljósmynd
Alma fellir dóm

Alma sagði að kenningar Nehors væru rangar og gætu skaðað fólk. Alma fór eftir lögunum. Þar sem Nehor hafði drepið Gídeon, var hann dæmdur til dauða.

Alma 1:12–15

Ljósmynd
Alma hugsar um fólkið

Áður en Nehor dó, sagði hann fólkinu að hann hefði logið. Að hann hefði ekki kennt orð Guðs. En þótt Nehor hefði viðurkennt að hann hefði rangt fyrir sér, voru margir sem fylgdu fordæmi hans. Þeir lugu að fólki til að hljóta lof og peninga. En aðrir hlustuðu á Alma. Þau hugsuðu um hina fátæku og héldu boðorð Guðs.

Alma 1:15–16, 25–30

Prenta