„Olífutrén,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Olífutrén
Elska Guðs til fólksins síns
Jakob var spámaður Guðs. Hann vildi kenna Nefítunum hversu mikið Guð elskar fólkið sitt. Jakob sagði þeim sögu um víngarð með olífutrjám. Herra víngarðsins og þjónar hans unnu saman og hugsuðu um víngarðinn.
Herrann átti sérstakt olífutré sem bar góða ávexti. Jakob sagði að þetta tré væri eins og fólk Guðs eða Ísraelsætt. Ávöxturinn væri eins og gjörðir fólksins. Herrann hugsaði mjög vel um þetta tré. Hann hjálpaði því að vaxa með því að næra ræturnar og sniðla greinarnar. Hann gaf því það sem það þurfti til að lifa.
Eftir nokkurn tíma, tók hið einstaka tré hans að deyja. Það voru einungis örfáar heilbrigðar greinar. Það gerði herrann dapran í bragði. Hann vildi að það myndi halda áfram að gefa af sér góðan ávöxt.
Til að bjarga heilbrigðu greinunum, tók herrann þær af og festi við önnur tré. Hann setti svo heilbrigðar greinar af öðrum trjám í staðinn.
Langur tími leið. Herrann og þjónar hans komu oft í víngarðinn. Þeir hugsuðu um þetta einstaka tré herrans. Þeir hugsuðu líka um góðu greinarnar sem voru á víð og dreif um víngarðinn. Flestir ávextirnir voru góðir. Góðu ávextirnir gerðu herrann og þjóna hans ánægða.
Eftir nokkurn tíma, báru öll trén meiri ávöxt. En nú voru ávextirnir allir slæmir. Herrann var mjög dapur. Hann vildi ekki missa víngarðinn eða ávextina! Hann lagði hart að sér að hjálpa trjánum sínum. Hann velti fyrir sér hvað annað hann gæti gert. Hann talaði við þjóna sína og ákvað að halda áfram að reyna.
Til að bjarga víngarðinum, bauð herrann að öllum greinunum sem sem hann hafði fjarlægt af hinu einstaka tré sínu skildi safnað saman. Hann sagði þeim að festa þær aftur á einstaka tréð.
Þetta var í síðasta sinn sem herrann myndi vinna í víngarðinum sínum. Hann kallaði á þjóna sína sér til hjálpar. Allir unnu saman að því að safna saman og festa greinarnar.
Þeir hugsuðu um öll trén. Þeir fjarlægðu slæmar greinar og héldu þeim góðu. Eftir nokkurn tíma, tók hið einstaka tré hans aftur að bera góðann ávöxt. Hin trén báru líka ávöxt sem var jafn góður og af einstaka trénu. Herrann var ánægður. Trjánum hans var bjargað! Þau báru þann ávöxt sem hann vildi.
Herrann þakkaði þjónum sínum. Hann sagði þá vera blessaða fyrir að leggja hart að sér og fyrir að halda boðorð sín. Hann deildi ávöxtunum með þeim og þeir urðu ánægðir. Í langann tíma naut herrann ávaxtanna.
Jakob lýkur við að segja líkingasöguna um olífutrén. Hann kenndi þeim að Guð bæri umhyggju fyrir þeim eins og herra víngarðsins bar umhyggju fyrir trjánum sínum. Jakob bauð öllum um að iðrast og koma nær Guði. Hann kenndi þeim að elska og þjóna Guði því Guð væri alltaf með útrétta hjálparhönd.