Sögur úr ritningunum
Nefí og látúnstöflurnar


„Nefí og Látúnstöflurnar,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

1. Nefí 4–5

Nefí og látúnstöflurnar

Læra að fylgja andanum

Nefí nálgast byggingu og bræður hans fylgjast með

Laman, Lemúel, Sam og Nefí fóru aftur til Jerúsalem að nóttu til. Nefí fór til húss Labans meðan bræður hans földu sig utan borgarinnar.

1. Nefí 4:4–5

Nefí horfir á Laban sem liggur á jörðinni

Nefí lét andann leiða sig. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera, en vissi að Drottinn myndi hjálpa sér að ná látúnstöflunum.

1. Nefí 4:6

Nefí heldur á sverði Labans

Þegar Nefí kom að húsi Labans, fann hann Laban á jörðinni. Laban var drukkinn. Nefí sá sverð Labans og tók það upp.

1. Nefí 4:7–9

Nefí snýr sér frá Laban

Þegar Nefí leit á sverðið, hvatti andinn hann til að drepa Laban. En Nefí vildi ekki drepa hann. Andinn sagði Nefí að betra væri að Laban myndi deyja en að fjölskylda Nefís hefði ekki ritningarnar. Þau þurftu boðorð Guðs sem voru rituð á látúnstöflurnar.

1. Nefí 4:10–11; 13–17

Nefí biðst fyrir

Nefí vissi að Laban hafði reynt að drepa hann. Laban hafði líka stolið eigum þeirra og vildi ekki hlýða boðorðum Guðs.

1. Nefí 4:11

Nefí í fötum Labans

Andinn sagði Nefí að drepa Laban. Nefí vissi að Drottinn hafði séð honum fyrir leið til að ná í látúnstöflurnar. Hann valdi að hlýða andanum. Nefí drap Laban og klæddi sig í föt hans.

1. Nefí 4:12–13; 17–19

Nefí ræðir við Sóram

Nefí fór síðan í fjárhirslu Labans og hitti þjón hans Sóram. Nefí lét og talaði eins og Laban.

1. Nefí 4:20–23, 35

Sóram heldur á látúnstöflunum

Nefí sagði Sóram að hann þyrfti látúnstöflurnar. Hann sagði síðan Sóram að koma með sér. Sóram hélt að Nefí væri Laban, svo hann gerði eins og hann vildi.

1. Nefí 4:24–26

bræður hlaupa frá Nefí

Þegar Nefí og Sóram komu út úr borginni, héldu Laman, Lemúel og Sam að Nefí væri Laban. Þeir voru hræddir og tóku að hlaupa í burtu.

1. Nefí 4:28

bræður tala saman og Sóram lítur til baka

Nefí kallaði til bræðra sinna. Þegar þeir vissu að þetta var Nefí, hættu þeir að hlaupa. Þá varð Sóram hræddur og reyndi að fara aftur til Jerúsalem.

1. Nefí 4:29–30

Nefí ræðir við Sóram

Nefí stöðvar Sóram. Hann sagði Sóram að Drottinn hefði boðið sér að ná í töflurnar. Hann bauð Sóram að fara með þeim til fyrirheitna landsins. Sóram vissi að hann yrði frjáls maður, ekki þjónn, og lofaði að fara með Nefí og fjölskyldu hans.

1. Nefí 4:31–37

Nefí og bræðurnir og Sóram heilsa Saríu og Lehí

Þeir snéru aftur til Lehís og Saríu Lehí og Saría voru glöð að sjá syni sína. Saría hélt að synir hennar hefðu dáið. Þar sem Drottinn hafði gætt að öryggi sona hennar, treysti hún því nú að fjölskyldu þeirra hefði verið boðið að yfirgefa Jerúsalem. Lehí, Saría og fjölskylda færðu Drottni þakkarfórn.

1. Nefí 4:38; 5:1–9

Lehí les látúnstöflurnar með fjölskyldu sinni

Lehí las látúnstöflurnar. Hann sá að töflurnar höfðu að geyma kenningar spámannana. Hann lærði einnig að forfaðir sinn var Jósef, sem seldur var til Egyptalands af bræðrum sínum fyrir löngu síðan. Lehí vissi að látúnstöflurnar voru mjög mikilvægar. Hann vissi að Drottinn vildi að fjölskylda hans hefði boðorðin.

1. Nefí 5:10–22