Sögur úr ritningunum
Teankúm


„Teankúm,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 51–52

Teankúm

Verndar fólkið sitt

Teankúm ræðir við Moróní hershöfðingja í herbúðunum.

Teankúm var leiðtogi í hersveit Morónís hershöfðingja. Hann var að reyna að gera borgir Nefíta öruggar fyrir Lamanítunum.

Alma 50:35; 52:19

Amalikkía og vopnaðir hermenn Lamaníta

Amalikkía var Nefíti sem varð konungur Lamaníta. Hann vildi einnig ríkja yfir Nefítum. Hann gerði árás á Nefíta og tók yfir margar borgir.

Alma 47:1, 35; 48:1–4; 51:23–28

Hermenn Nefíta ganga í takt.

Hermenn Teankúm fóru til að stöðva árásir herflokka Amalikkía á borgir Nefíta.

Alma 51:28–30

herflokkar mætast við sólsetur

Herflokkarnir börðust allan daginn. Teankúm og herflokkur hans börðust af meiri styrk og kænsku en herflokkur Amalikkía. En hvorugur herflokkurinn sigraði. Þegar skyggja tók hættu herflokkarnir að berjast svo þeir gætu hvílst.

Alma 51:31–32

Teankúm situr fyrir framan varðeld

En Teankúm hvíldist ekki. Hann fór leynilega til tjaldbúða Amalikkía ásamt þjóni sínum.

Alma 51:33

Teankúm stendur við tjald Amalikkía undir tunglskini.

Teankúm læddist inn í tjald Amalikkía. Hann drap Amalikkía áður en hann gat vaknað. Því næst fór Teankúm til tjaldbúða sinna og sagði hermönnunum sínum að vera tilbúna að berjast.

Alma 51:33–36

Lamanítar vakna og virðast hræddir

Þegar Lamanítarnir vöknuðu, uppgötvuðu þeir að Amalikkía var dauður. Þeir sáu líka að Teankúm og hermenn hans voru tilbúnir að berjast við þá.

Alma 52:1

Lamanítar flýja undan hermönnum Teankúms

Lamanítarnir voru hræddir og flúðu burt. Áætlun Teankúms gerði Lamanítana of hrædda til að ráðast á fleiri borgir Nefíta. Teankúm hafði nú meiri tíma til þess að gera borgir Nefíta öruggari. Hann lagði hart að sér við að vernda fólkið sitt. Honum tókst að tryggja öryggi margra borga Nefíta.

Alma 52:2–10