Sögur úr ritningunum
Ungir stríðsmenn


„Ungir stríðsmenn,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 53; 56–57

Ungir stríðsmenn

Synir sem treystu Guði

Ungir hermenn halda á skjöldum, spjótum og sverðum

Nefítar voru í stríði við Lamanítana og þurftu hjálp. Antí-Nefí-Lehítarnir vildu hjálpa. En þeir höfðu lofað Drottni að berjast ekki. Tvö þúsund ungir synir þeirra höfðu ekki gert það loforð. Þess í stað lofuðu synirnir að berjast til að vernda fjölskyldur sínar. Synir þessir voru kallaðir hinir ungu stríðsmenn.

Alma 53:8, 13–18, 22; 56:1–8

Helaman leiðir ungu stríðsmennina að borg

Ungu stríðsmennirnir velja spámanninn Helaman til þess að leiða sig. Þeir voru lítill hópur samanborið við stórann her Lamaníta. En Helaman vissi að ungu stríðsmennirnir voru heiðarlegir, hugrakkir og trúfastir. Undir leiðsögn Helamans, fóru þeir til hjálpar Nefítunum.

Alma 53:19–22; 56:9–10, 17, 19

ungir stríðsmenn byggja virki með hermönnum Nefíta og foreldrar koma með mat

Hermenn Nefíta voru þreyttir. En þegar ungu stríðsmennirnir komu urðu Nefítarnir glaðir. Hin ungi her veitti þeim von og styrk. Saman bjuggu þeir sig undir að berjast við Lamaníta. Foreldrar ungu stríðsmannana hjálpuðu með því að færa þeim mat og vistir.

Alma 56:16–17, 19–20; 22, 27

Leiðtogar Nefíta og ungir stríðsmenn hittast í tjaldi

Lamanítarnir höfðu náð mörgum borgum á vald sitt og voru með hersveitir í þeim. Leiðtogar Nefíta vildu fá Lamanítana til þess að yfirgefa eina borgina. Þeir gerðu áætlun og báðu ungu hermennina um hjálp.

Alma 56:18–30

Hermenn Lamaníta hlaupa vopnaðir að ungum stríðsmönnum

Ungu stríðsmennirnir þóttust vera að bera mat til Nefíta sem bjuggu í borg sem var nærri. Þegar Lamanítarnir sáu fámennan hópinn, yfirgáfu þeir borgina og eltu ungu stríðsmennina. Lamanítarnir héldu að það yrði auðvelt að handsama þá.

Alma 56:30–36

ungir stríðsmenn ganga í langri röð, hermenn Lamaníta elta þá og hermenn Nefíta elta hermenn Lamanítana

Ungu stríðsmennirnir hlupu burt frá Lamanítunum. Þá eltu hermenn Nefíta Lamanítana. Lamanítarnir vildu ná ungu stríðsmönnunum áður en Nefítarnir næðu þeim. Nefítarnir sáu að ungu stríðsmennirnir voru í vandræðum og hlupu hraðar til að hjálpa þeim.

Alma 56:36–41

ungur stríðsmaður leitar að hinum herflokkunum og er áhyggjufullur

Eftir nokkurn tíma gátu ungu stríðsmennirnir ekki séð Lamanítana. Þeir veltu fyrir sér hvort Nefítarnir hefðu náð Lamanítunum og væru að berjast.

Alma 56:42–43

Helaman heldur uppi sverði sínu

Helaman var áhyggjufullur. Hann hélt að Lamanítarnir gætu verið að reyna að veiða þá í gildru. Hann spurði ungu stríðsmennina sína að því hvort þeir vildu fara og berjast við Lamanítana.

Alma 56:43–44

ungir stríðsmenn lyfta sverðum sínum

Ungu stríðsmennirnir mundu hvað mæður þeirra höfðu kennt þeim. Mæður þeirra höfðu kennt þeim að treysta Guði og efast ekki, því hann myndi gæta öryggis þeirra. Þessir synir trúðu á Guð og vildu halda loforð sitt að vernda fjölskyldur sínar. Þeir sögðu Helaman að þeir væru tilbúnir að fara og berjast.

Alma 56:46–48

Helaman gengur til bardaga með ungum stríðsmönnum

Helaman var undrandi yfir hugrekki þeirra. Hann leiddi þá til baka til að berjast við Lamaníta.

Alma 56:45, 49

Helaman og ungir stríðsmenn standa í hlíð með vopn

Ungu stríðsmennirnir sáu Lamanítana og Nefítana berjast. Nefítarnir voru þreyttir. Þeir voru við það að bíða ósigur í bardaganum þegar ungu stríðsmennirnir komu.

Alma 56:49–52

Hermenn Lamaníta virðast hræddir

Ungu stríðsmennirnir börðust með styrk Guðs. Lamanítarnir voru hræddir við þá og hættu að berjast. Ungu stríðsmennirnir höfðu hjálpað til við að vinna bardagann!

Alma 56:52–54, 56

Helaman heldur útréttri hönd að ungu stríðsmönnunum

Margir Nefítar og Lamanítar létu lífið í bardaganum. Helaman hafði áhyggjur af því að einhver hinna ungu stríðsmanna hefði líka látið lífið. En Helamann taldi þá alla eftir bardagann. Hann var afar glaður að sjá að enginn hinna ungu stríðsmanna hefði verið drepinn. Guð hafði verndað þá.

Alma 56:55–56

ungir stríðsmenn eru særðir og standa allir saman

Fleiri synir gengu til liðs við ungu stríðsmennina. Þeir héldu áfram að hjálpa Nefítunum að berjast. Í þessum síðari bardögum særðust allir ungu stríðsmennirnir en enginn þeirra lét lífið. Þeir mundu hvað mæður þeirra höfðu kennt þeim. Þeir treystu Guði og hann verndaði þá.

Alma 57:6, 19–27; 58:39–40