„Ísmael og fjölskylda hans,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Ísmael og fjölskylda hans
Slegist í för til fyrirheitna landsins
Fjölskylda Lehís og Saríu bjó ein í óbyggðunum. Dag einn, sagði Drottinn Lehí að senda syni sína, Laman, Lemúel, Sam og Nefí, til Jerúsalem. Þeir voru sendir til að biðja Ísmael og fjölskyldu hans að slást í för með þeim. Saman gætu fjölskyldur þeirra alið upp börn í fyrirheitna landinu.
Ísmael og fjölskylda hans vildu fylgja Drottni. Þau trúðu því að Drottinn vildi að þau myndu fara með fjölskyldu Lehís og Saríu. Þau ákváðu að yfirgefa Jerúsalem og hitta Lehí í óbyggðunum.
Á leiðinni vildu sumir ekki hlýða. Þeir vildu fara aftur heim. Nefí bað þá að trúa á Drottin.
Nefí sagði að Drottinn gæti gert hvað sem væri ef þeir hefðu trú. En Laman og Lemúel voru reiðir. Þeir bundu hann og vildu skilja hann eftir í óbyggðunum.
Nefí baðst fyrir um hjálp. Böndin losnuðu og Nefí stóð upp. En Laman og Lemúel vildu samt meiða hann. Ein dætra Ísmaels kom Nefí til varnar. Móðir hennar og einn bræðra komu honum líka til varnar. Laman og Lemúel hlustuðu á þau og hættu að reyna að meiða Nefí.
Laman og Lemúel voru miður sín yfir því sem þeir höfðu gert. Þeir báðu Nefí að fyrirgefa sér. Nefí fyrirgaf bræðrum sínum. Laman og Lemúel báðust síðan fyrir og báðu Drottin að fyrirgefa sér.
Þau héldu öll áfram ferð sinni og komust í tjald Lehís og Saríu. Loksins voru fjölskyldurnar tvær saman. Þau þökkuðu Drottni og tilbáðu hann.