Scripture Stories
Konungur allra Lamanítana


„Konungur allra Lamanítana,” Sögur úr Mormónsbók (2023)

Konungur allra Lamanítana,” Sögur úr Mormónsbók

Alma 20; 22–23

Konungur allra Lamanítana

Langar að læra um Drottin

Ljósmynd
konungurinn er reiður Lamoní og Ammon

Lamanítarnir höfðu konung sem ríkti yfir öllum öðrum konungum þeirra. Hann var faðir Lamoní konungs. Hann hélt að Nefítarnir væru óvinir. Dag einn sá hann Lamoní með Ammon. Konungurinn spurði Lamoní hvað hann væri að gera með Nefíta. Lamoní sagði konungi að þeir ætluðu að frelsa bræður Ammons úr fangelsi.

Mósía 10:11–17; Alma 20:1–12

Ljósmynd
konungur talar

Konungurinn var reiður. Hann hélt að Nefítarnir væru að ljúga til að stela frá Lamanítunum. Hann sagði Lamoní að drepa Ammon og koma með sér.

Alma 20:13–14

Ljósmynd
Lamoní talar

Lamoní vildi ekki drepa Ammon. Hann sagði konungi að Ammon og bræður hans væru spámenn Guðs. Hann sagði að hann myndi hjálpa bræðrum Ammons.

Alma 20:15

Ljósmynd
Konungur og Ammon berjast

Konungur dró fram sverð sitt til að særa Lamoní, en Ammon stöðvaði hann. Konungur réðst á Ammon í staðinn. Ammon varði sig. Hann særði handlegg konungs svo konungur gat ekki barist. Konungur var hræddur við hversu sterkur Ammon var. Hann lofaði að gefa Ammon helminginn af ríki sínu ef Ammon leyfði honum að lifa.

Alma 20:16–23

Ljósmynd
Ammon talar við konung

Ammon vildi ekki konungsríkið. Í staðinn bað hann konung um að frelsa bræður sína úr fangelsi. Hann bað konung um að hætta að vera reiður við Lamoní. Ammon sagði konungi að leyfa Lamoní að stjórna ríki sínu eins og honum þætti best.

Alma 20:24

Ljósmynd
konungur hugsar

Konungur var hissa hversu annt Ammon var um Lamoní. Hann samþykkti að gera allt sem Ammon bað um.

Alma 20:25–27

Ljósmynd
konungur er glaður og talar við Lamoní og Ammon

Konungurinn vildi læra meira um það sem Ammon og Lamoní höfðu sagt honum um Guð. Hann bað Ammon og bræður hans að koma og kenna sér.

Alma 20:27

Ljósmynd
Ammon og Lamoní hjálpa bræðrum Ammons.

Ammon og Lamoní fóru til Middonílands. Bræður Ammons voru í fangelsi þar. Þeir voru bundnir með reipi og höfðu hvorki fengið mat né vatn. Lamoní sannfærði konung Middonílands um að láta bræður Ammons lausa.

Alma 20:28–30

Ljósmynd
Aron krýpur frammi fyrir konungi

Þegar þeir voru frjálsir, fóru bræður Ammons til föður Lamonís. Þeir hneigðu sig fyrir konungi og báðu um að verða þjónar hans. Konungurinn neitaði því. Í staðinn vildi hann að þeir kenndu honum fagnaðarerindið. Einn af bræðrunum hét Aron. Hann las ritningarnar fyrir konung og kenndi honum um Guð og Jesú Krist.

Alma 22:1–14

Ljósmynd
Aron og konungur biðjast fyrir

Konungurinn trúði Aron. Hann sagði að hann myndi gefa allt ríki sitt til að þekkja Guð. Hann spurði Aron hvað hann þyrfti að gera. Aron sagði konungi að iðrast og biðja til Guðs af trúfesti. Konungurinn iðraðist synda sinna og baðst fyrir.

Alma 22:15–18

Ljósmynd
konungur fellur í gólfið

Konungurinn féll í gólfið. Þjónar konungs hlupu til að segja drottningunni frá.

Alma 22:18–19

Ljósmynd
drottning er reið

Drottningin kom og sá konunginn á gólfinu. Hún hélt að Aron og bræður hans hefðu drepið konunginn. Drottningin var reið.

Alma 22:19

Ljósmynd
drottning bendir á Aron

Drottningin sagði þjónum sínum að drepa Aron og bræður hans. En þjónarnir voru hræddir. Þeir sögðu að Aron og bræður hans væru of máttugir. Nú varð drottningin hrædd. Hún sendi þjóna sína til að segja fólkinu í borginni hvað hafði gerst. Hún vonaði að fólkið myndi drepa Aron og bræður hans.

Alma 22:19–21

Ljósmynd
Aron hjálpar konungi að standa upp

Aron vissi að fólkið yrði reitt. Aron vissi líka að konungurinn væri ekki dáinn. Hann hjálpaði konunginum að standa á fætur. Konungur fékk styrk sinn til baka og stóð á fætur. Drottningin og þjónar hennar voru hissa.

Alma 22:22–23

Ljósmynd
konungur kennir drottningu og þjónum

Konungur kenndi drottningunni og þjónunum um Jesú. Þau trúðu öll á Jesú. Konungur vildi að allt hans fólk lærði um Jesú. Hann setti lög um að Aron og bræður hans mættu kenna fagnaðarerindið hvar sem var í ríki hans. Þeir kenndu fólkinu og kölluðu presta og kennara í landinu.

Alma 22:23–27; 23:1–4

Prenta