„Um Mormónsbók“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
Um Mormónsbók
Jesús Kristur og fólkið hans í Ameríku
Mormónsbók er ritning. Hún kennir okkur um Drottin Jesú Krist og heimsókn hans til Ameríku fyrir löngu síðan. Í Mormónsbók, lærum við um fagnaðarerindi Jesú Krists. Hún kennir okkur að finna frið núna og hvernig við getum dag einn lifað með Guði og Jesú.
Titilsíða Mormónsbókar; formáli Mormónsbókar; 3. Nefí 11
Mormónsbók var rituð af spámönnum Guðs. Þeir rituðu á málmsíður sem nefndar voru töflur. Sögur þeirra og vitnisburður geta hjálpað okkur að trúa á Jesú. Þeir skrifuðu um marga hópa fólks sem bjó í Ameríku til forna.
Titilsíða Mormónsbókar; formáli Mormónsbókar.
Einn hópur kom frá Jerúsalem til Ameríku um 600 árum áður en Jesús fæddist. Sá hópur varð að tveimur þjóðum sem kölluðust Lamanítar og Nefítar.
Formáli að Mormónsbók; 1.Nefí 1:4.
Annar hópur kom mun fyrr frá Babelturninum til Ameríku. Hann nefndist Jaredítar.
Formáli að Mormónsbók; Eter 1:33–43
Spámenn Guðs kenndu fólkinu. Guð hjálpaði fólkinu þegar það hlustaði og hélt boðorð hans. Spámennirnir kenndu um Jesú og sögðu að hann myndi fæðast í Jerúsalem. Nefítar og Lamanítar lærðu að Jesú myndi heimsækja þá eftir dauða sinn.
2. Nefí 1:20; 25:12–14; 26:1, 3, 9; Mósía 3:5–11; Alma 7:9–13; Helaman 3
Jesús kom eins og spámennirnir sögðu. Eftir að Jesús dó og reis aftur upp, heimsótti hann fólkið. Hann leyfði öllum að snerta förin á höndum sínum og fótum. Þau vissu að hann væri sonur Guðs. Hann kenndi fagnaðarerindi sitt og fólkið skráði það. Þau töluðu um heimsókn Jesú í mörg ár.
3. Nefí 11:7–15, 31–41; 16:4; 4. Nefí 1:1–6, 13–22
Mormón var spámaður sem lifði nokkur hundruð árum eftir heimsókn Jesú. Á meðan Mormón lifði, hætti fólkið að fylgja Drottni. Mormón hafði heimildir spámannanna sem lifðu á undan honum. Hann setti mörg ritverk þeirra í eitt töflusett. Þessar töflur urðu Mormónsbók.
Formáli Mormónsbókar; Orð Mormóns 1:2–9; Mormón 1:2–4, 13–17
Áður en Mormón dó, lét hann son sinn Moróní fá töflurnar. Á meðan Moróní lifði, gerði fólkið mjög slæma hluti. Þau vildu drepa hvern þann sem trúði á Jesús. Moróní vildi hjálpa fólki í framtíðinni, svo hann skrifaði meira á töflurnar og gróf þær til að varðveita þær.
Formáli Mormónsbókar.; Orð Mormóns 1:1–2; Mormón 8:1–4, 14–16; Moróní 1
Mörgum árum seinna, árið 1823, kom engillinn Moróní til spámannsins Josephs Smith. Moróní sagði Joseph hvar töflurnar væru. Með hjálp Guðs, þýddi Joseph það sem ritað var á töflurnar.
Formáli að Mormónsbók; Joseph Smith – Saga 1
Guð sendir heilagan anda til að hjálpa okkur að vita hvort eitthvað sé sannleikur. Þegar þið lesið Mormónsbók, getið þið beðist fyrir og spurt Guð hvort hún sé sönn. Á sama hátt, getið þið vitað að Jesús er frelsari ykkar og að hann elskar ykkur.