Sögur úr ritningunum
Um Mormónsbók


„Um Mormónsbók“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Um Mormónsbók

Jesús Kristur og fólkið hans í Ameríku

Jesús í himnesku ljósi

Mormónsbók er ritning. Hún kennir okkur um Drottin Jesú Krist og heimsókn hans til Ameríku fyrir löngu síðan. Í Mormónsbók, lærum við um fagnaðarerindi Jesú Krists. Hún kennir okkur að finna frið núna og hvernig við getum dag einn lifað með Guði og Jesú.

Titilsíða Mormónsbókar; formáli Mormónsbókar; 3. Nefí 11

spámaður og móðir með börnum

Mormónsbók var rituð af spámönnum Guðs. Þeir rituðu á málmsíður sem nefndar voru töflur. Sögur þeirra og vitnisburður geta hjálpað okkur að trúa á Jesú. Þeir skrifuðu um marga hópa fólks sem bjó í Ameríku til forna.

Titilsíða Mormónsbókar; formáli Mormónsbókar.

Nefí og fjölskylda á skipi

Einn hópur kom frá Jerúsalem til Ameríku um 600 árum áður en Jesús fæddist. Sá hópur varð að tveimur þjóðum sem kölluðust Lamanítar og Nefítar.

Formáli að Mormónsbók; 1.Nefí 1:4.

Jaredítar yfirgefa turn

Annar hópur kom mun fyrr frá Babelturninum til Ameríku. Hann nefndist Jaredítar.

Formáli að Mormónsbók; Eter 1:33–43

Samúel kennir um fæðingu Jesú

Spámenn Guðs kenndu fólkinu. Guð hjálpaði fólkinu þegar það hlustaði og hélt boðorð hans. Spámennirnir kenndu um Jesú og sögðu að hann myndi fæðast í Jerúsalem. Nefítar og Lamanítar lærðu að Jesú myndi heimsækja þá eftir dauða sinn.

2. Nefí 1:20; 25:12–14; 26:1, 3, 9; Mósía 3:5–11; Alma 7:9–13; Helaman 3

Jesús upprisinn með börnum

Jesús kom eins og spámennirnir sögðu. Eftir að Jesús dó og reis aftur upp, heimsótti hann fólkið. Hann leyfði öllum að snerta förin á höndum sínum og fótum. Þau vissu að hann væri sonur Guðs. Hann kenndi fagnaðarerindi sitt og fólkið skráði það. Þau töluðu um heimsókn Jesú í mörg ár.

3. Nefí 11:7–15, 31–41; 16:4; 4. Nefí 1:1–6, 13–22

Mormón með gulltöflurnar

Mormón var spámaður sem lifði nokkur hundruð árum eftir heimsókn Jesú. Á meðan Mormón lifði, hætti fólkið að fylgja Drottni. Mormón hafði heimildir spámannanna sem lifðu á undan honum. Hann setti mörg ritverk þeirra í eitt töflusett. Þessar töflur urðu Mormónsbók.

Formáli Mormónsbókar; Orð Mormóns 1:2–9; Mormón 1:2–4, 13–17

Moróní grefur gulltöflurnar

Áður en Mormón dó, lét hann son sinn Moróní fá töflurnar. Á meðan Moróní lifði, gerði fólkið mjög slæma hluti. Þau vildu drepa hvern þann sem trúði á Jesús. Moróní vildi hjálpa fólki í framtíðinni, svo hann skrifaði meira á töflurnar og gróf þær til að varðveita þær.

Formáli Mormónsbókar.; Orð Mormóns 1:1–2; Mormón 8:1–4, 14–16; Moróní 1

engillinn Moróní birtist Joseph Smith

Mörgum árum seinna, árið 1823, kom engillinn Moróní til spámannsins Josephs Smith. Moróní sagði Joseph hvar töflurnar væru. Með hjálp Guðs, þýddi Joseph það sem ritað var á töflurnar.

Formáli að Mormónsbók; Joseph Smith – Saga 1

systir og bróðir lesa ritningar

Guð sendir heilagan anda til að hjálpa okkur að vita hvort eitthvað sé sannleikur. Þegar þið lesið Mormónsbók, getið þið beðist fyrir og spurt Guð hvort hún sé sönn. Á sama hátt, getið þið vitað að Jesús er frelsari ykkar og að hann elskar ykkur.

Formáli Mormónsbókar; Móróní 10:3–5.