Scripture Stories
Benjamín konungur


„Benjamín konungur,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Mósía 1–5

Benjamín konungur

Þjóna fólkinu og Guði

Ljósmynd
Benjamín ritar á gulltöflur

Benjamín konungur var spámaður Guðs sem ríkti yfir landinu Sarahemla. Hann lagði hart að sér við að þjóna fólkinu og kenna því um Guð. Með hjálp frá öðrum spámönnum Guðs, gerði Benjamín Sarahemla að friðsælum og öruggum stað til að búa á.

Orð Mormóns 1:17–18; Mósía 1:1–7

Ljósmynd
Benjamín talar við Mósía

Benjamín varð gamall. Hann bað son sinn Mósía um að safna fólkinu saman. Benjamín vildi segja fólkinu að Mósía yrði nýi konungurinn þeirra.

Mósía 1:9–10

Ljósmynd
fjölskylda í tjaldi

Margt fólk kom frá öllum landshlutum. Þau settu upp tjöld sín nærri musterinu til að hlusta á Benjamín.

Mósía 2:1, 5–6

Ljósmynd
fólk nærri turni

Benjamín talaði úr turni svo margt fólk gæti heyrt í honum. Benjamín sagði að Guð hjálpaði honum að leiða það. Sem konungur kenndi hann þeim að hlýða boðorðum Guðs. Hann tók hvorki peninganna þeirra, né lét það þjóna sér. Þess í stað vann hann að því að þjóna fólkinu og Guði.

Mósía 2:7–16

Ljósmynd
fólk hjálpar hvert öðru

Benjamín sagði fólkinu að þegar það þjónaði hvert öðru, þjónaði það einnig Guði. Hann sagði þeim að allt sem það hefði kæmi frá Guði. Í staðinn vildi Guð að fólkið hlýddi boðorðum sínum. Þegar fólkið hlýddi, veitti Guð þeim enn meiri blessanir.

Mósía 2:17–24, 41

Ljósmynd
Benjamín talar við Mósía sem er næst honum

Benjamín sagði fólkinu að hann gæti ekki lengur verið konungur þess eða kennari. Sonur hans Mósía yrði nýi konungurinn þeirra.

Mósía 2:29–31

Ljósmynd
Jesús Kristur læknar manneskju

Benjamín konungur sagði síðan fólkinu sínu að engill hefði heimsótt hann. Engillinn sagði að sonur Guðs, Jesús Kristur, myndi koma til jarðarinnar. Hann myndi gera kraftaverk og lækna fólk. Hann myndi þola sársauka og deyja til að frelsa alla menn. Benjamín kenndi að Jesús myndi fyrirgefa öllum sem trúðu á hann og iðruðust.

Mósía 3:1–12, 17–18

Ljósmynd
hamingjusamt fólk

Fólkið trúði því sem Benjamín kenndi því um Jesú. Hann vissi að það yrði að iðrast. Allt fólkið baðst fyrir og bað Guð um að fyrirgefa sér. Eftir að hafa beðist fyrir, var andi Guðs með þeim. Þau voru hamingjusöm að vita að Guð fyrirgaf þeim vegna trúar þeirra á Jesú.

Mósía 4:1-3, 6–8

Ljósmynd
fólk með Benjamín og Mósía

Fólki leið öðruvísi og sem nýjar manneskjur vegna trúar þess á Jesú. Nú vildu þau alltaf gera góða hluti. Það lofaði að fylgja boðorðum Guðs til æviloka. Vegna þess að það trúði á Jesú og gaf þetta loforð, var það kallað fólk Jesú.

Mósía 5:2–9, 15; 6:1–2

Prenta