„Lehí og Saría yfirgefa Jerúsalem,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)
„Lehí og Saría yfirgefa Jerúsalem,“ Sögur úr Mormónsbók
Lehí og Saría yfirgefa Jerúsalem
Aðvörun Drottins til fjölskyldu
Lehí og Saría bjuggu í Jerúsalem með börnum sínum. Lehí sá sýn frá Drottni. Hann sá að dag einn myndi frelsari koma í heiminn. Drottinn sýndi honum einnig að Jerúsalem yrði lögð í eyði.
Lehí sagði fólkinu frá sýn sinni. Hann sagði þeim að Jesús Kristur kæmi dag einn til þess að frelsa heiminn.
Lehí sagði fólki einnig að Jerúsalem yrði lögð í eyði. Hann bauð þeim að iðrast.
Fólkið var reitt. Drottinn talaði við Lehí í draumi. Lehí fékk að vita að hann og fjölskylda hans yrðu ekki örugg í Jerúsalem. Þau urðu að fara.
Lehí og Saría hlýddu Drottni. Þau yfirgáfu borgina með fjölskyldu sinni. Lehí og Saría áttu fjóra syni sem hétu Laman, Lemúel, Sam og Nefí. Þau urðu að yfirgefa heimili sitt og eigur.
Fjölskyldan ferðaðist í óbyggðunum meðfram Rauðahafinu. Lehí þakkaði Drottni fyrir að blessa fjölskyldu sína. Hann kenndi fjölskyldu sinni að fylgja Drottni og halda boðorð hans.
Laman og Lemúel mögluðu. Þeir söknuðu heimilisins og allra hlutanna sem þeir skildu eftir. Þeir skildu ekki hvers vegna Drottinn bað þá um að fara. Þeir trúðu því ekki að stór borg eins og Jerúsalem yrði lögð í eyði.
Laman og Lemúel héldu að Lehí væri að ímynda sér sýnirnar. Hvað ef fjölskyldur þeirra týndust í óbyggðunum að eilífu?
Nefí vildi fá að vita fyrir sig sjálfan hvort það sem Lehí sagði væri sannleikur. Hann baðst fyrir og spurði Drottin.
Drottinn sendi heilagann anda til að hjálpa Nefí að trúa orðum föður síns. Nefí trúði Drottni og sagði bræðrum sínum frá því sem hann hafði lært. Sam hlustaði á Nefí og trúði honum, en Laman og Lemúel hlustuðu ekki.