Sögur úr ritningunum
Spámaðurinn Nefí


„Spámaðurinn Nefí,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Helaman 6–11

Spámaðurinn Nefí

Hljóta mikinn kraft frá Drottni

Nefítar klæddir fínum fötum stela frá fólki og hlæja að því

Hópur sem kallaðist Gadíantonræningjarnir réð ríkjum í borginni Sarahemla. Þeir lofuðu að hjálpa hver öðrum að gera slæma hluti. Þeir rændu og meiddu fólk til að ná peningum og völdum. Flestir gengu í lið með ræningjunum. Þeir vildu vera auðugir.

Helaman 6:15–24, 38–39; 7:4–5

Nefí krýpur í turni sínum og biðst fyrir og Nefíti starir á hann

Spámaðurinn Nefí bjó í Sarahemla. Nefí bað til Guðs vegna þess að hann var dapur yfir því að fólkið fylgdi ekki boðorðum Guðs. Nefí bað fólkið að muna allt það sem Guð gerði fyrir það. Fólkið hlustaði þó ekki. Þeir létu sig meira varða peninga og völd en að hlýða Guði.

Helaman 7:1–22

Nefí talar úr turninum við hóp Nefíta og fólkið hrópar á hann

Nefí varaði fólkið við ræningjunum. Hann sagði að þau yrðu að iðrast. Nokkrir dómara Nefítanna höfðu gengið í lið með ræningjunum. Þeir voru reiðir Nefí og sögðu hann ljúga. Þeir vildu að fólkið væri líka reitt Nefí.

Helaman 7:22–29; 8:1–7

Nefí talar og bendir hendi sinni

Nefí sagði að Guð segði spámönnum sínum margt. Nefí sagði þeim að allir spámennirnir kenndu um komu Jesú Krists. Hann sagði að spámennirnir hefðu varað fólkið við því að Jerúsalem yrði tortímt, ef það iðraðist ekki. Hann hjálpaði þeim að minnast þess að Jerúsalem var tortímt.

Helaman 8:11–25

Nefí talar við hóp Nefíta og fólkið hlustar

Næsta dag spurðu dómararnir Nefí spurninga til að plata hann. Nefí sagði þeim frá hinu illa meðal þeirra. Sumir trúðu Nefí og vissu að hann var spámaður.

Helaman 9:19–41

Nefí er einn og virðist dapur

Aðrir trúðu ekki. Allir rifust og fóru svo. Nefí hugsaði um það sem Drottinn hafði kennt honum. Hann var dapur vegna slæmrar breytni fólksins.

Helaman 10:1–3

Nefí krýpur og biðst fyrir og ljós skín á hann

Drottinn talaði til Nefís. Hann var glaður yfir því að Nefí hafði kennt fólkinu. Vegna þess hve hlýðinn Nefí var veitti Drottinn honum sérstakt vald yfir hlutum á jörðu og himni. Drottinn vissi að Nefí myndi aðeins nota kraftinn til að hjálpa fólki að iðrast.

Helaman 10:3–12

Nefí talar við hóp Nefíta og fólkið hunsar hann eða starir á hann

Drottinn sagði Nefí að snúa aftur til fólksins og segja því að iðrast. Nefí fór samstundis. Fólkið var honum hins vegar reitt og hlustaði ekki.

Helaman 10:11–15

verðir leita að Nefí og Nefí gengur í burtu frá þeim

Þeir reyndu að setja Nefí í fangelsi. Andi Guðs hjálpaði Nefí þó að sleppa.

Helaman 10:15–17

Nefí horfir á brennandi borg

Nefí hélt áfram að kenna orð Guðs. Fólkið hlustaði enn ekki. Þeir tóku að rífast og þrátta hver við annan. Ræningjarnir gerðu átökin verri. Brátt urðu styrjaldir í öllum borgum. Margir særðust eða létu lífið. Nefí var dapur. Hann vildi ekki að fólkinu yrði tortímt í stríðum.

Helaman 10:17–18; 11:1–4

landið er þurrt, ekkert vex og ekkert vatn er til og Nefítar eru daprir á svip og hjálpa hver öðrum

Nefí bað Guð að valda mikilli hungursneið svo að fólk myndi minnast Drottins og iðrast. Það hafði ekki rignt í mörg ár. Jörðin var þurr og uppskeran óx ekki Fólkið var hungrað. Það hætti að rífast og tók að minnast Drottins. Fólkið iðraðist og losaði sig við ræningjana.

Helaman 11:3–7, 9–10

Nefí biðst fyrir, það rignir og Nefítarnir brosa og þakka Guði

Fólkið bað Nefí um að biðja til Drottins. Nefí sá, að það hafði iðrast og ræningjarnir voru farnir. Hann bað Drottin að senda regn. Drottinn svaraði bæn Nefís. Rigningin kom og uppskeran tók að vaxa. Fólkið þakkaði Guði. Það vissi að Nefí var spámaður og hefði mikinn kraft frá Guði.

Helaman 11:8–18