Scripture Stories
Frelsistáknið


„Frelsistáknið,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 46–50

Frelsistáknið

Verja réttinn til að trúa á Guð

Ljósmynd
Amalikkía breiðir út faðminn fyrir framan fólkið sitt á meðan það fagnar

Amalikkía var stór og sterkur Nefíti. Hann vildi verða konungur. Hann lofaði þeim völdum sem myndu hjálpa honum. Mörgum líkaði vel við hann og þeir reyndu að fá aðra til að fylgja honum. Amalikkía lét fólk gera slæma hluti. Hann og fylgismenn hans vildu drepa þá sem kenndu um Jesú Krist.

Alma 45:23–24; 46:1–10

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi gengur burt frá Amalikkía og fólkinu hans

Moróní hershöfðingi, leiðtogi hersveita Nefíta, trúði á Jesú. Hann vissi að Nefítarnir nutu blessunar vegna þess að þeir héldu boðorð Guðs. Hann var mjög reiður því Amalikkía var að leiða fólkið frá Guði, reyna að verða konungur og reyna að skaða fólkið.

Alma 46:9–11; 13–15, 18

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi dregur upp frelsistáknið

Moróní reif kyrtil sinn. Hann skrifaði á klæðisbút úr honum að fólk skyldi muna eftir Guði, frelsi sínu og fjölskyldum sínum. Hann festi síðan bútinn á stöng og kallaði þetta frelsistáknið. Moróní bað um blessun Guðs. Hann sýndi Nefítunum frelsistáknið og bauð þeim að ganga til liðs við sig við að berjast við Amalikkía.

Alma 46:12–20; 23–24, 28

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi stendur frammi fyrir hermönnum sínum og fjölskyldum þeirra

Fólkið íklæddist herklæðum sínum og hljóp til Morónís. Það var tilbúið að berjast fyrir Guð og heimili sín, fjölskyldur og frelsi. Það gerði sáttmála eða gaf sérstakt loforð um að það myndi ávallt fylgja honum. Svo bjó það sig undir bardagann við Amalikkía.

Alma 46:21–22, 28

Ljósmynd
Amalikkía og sumir hermanna hans flýja

Hersveit Moróní var fjölmenn. Amalikkía varð hræddur. Hann reyndi að flýja með fylgjendum sínum. En margir þeirra höfðu áhyggjur af því að hann væri ekki að berjast af réttum ástæðum. Margir vildu ekki lengur fylgja honum. Hersveit Morónís stöðvaði þá sem enn fylgdu Amalikkía, en Amalikkía slapp, ásamt fáeinum öðrum.

Alma 46:29–33

Ljósmynd
Amalikkía ræðir við Lamaníta

Amalikkía fór til landsins þar sem Lamanítar bjuggu. Hann vildi að Lamanítar hjálpuðu sér að berjast við Nefítana. Þá myndi hann hafa stærri og sterkari her. Hann fékk marga Lamaníta til að vera Nefítunum reiðir. Konungur Lamanítana sagði þeim að búa sig undir að berjast við Nefítana.

Alma 47:1

Ljósmynd
Amalikkía krýpur á kné frammi fyrir konungi Lamaníta til að fá kórónu

Konunginum líkaði við Amalikkía. Hann gerði Amalikkía að einum af leiðtogum hersveita Lamaníta. En Amalikkía vildi fá meiri völd.

Alma 47:1–3

Ljósmynd
Amalikkía ber kórónu

Amalikkía gerði áætlun um að ríkja yfir Lamanítum. Hann tók við stjórn alls hers Lamaníta. Hann lét síðan þjóna sína drepa konunginn og laug um hver hefði gert það.

Alma 47:4–26

Ljósmynd
Amalikkía kreppir hnefann fyrir framan hermenn Lamaníta sem fagna

Amalikkía þóttist vera reiður yfir því að konungurinn hefði verið drepinn. Lamanítunum líkaði við Amalikkía. Hann giftist drottningunni og varð hinn nýi konungur. Hann vildi einnig ríkja yfir Nefítum. Hann talaði illa um Nefíta svo Lamanítarnir yrðu þeim reiðir. Brátt vildu margir Lamanítar berjast við þá.

Alma 47:25–35; 48:1–4

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi og hermenn hans byggja veggi

Á meðan Amalikkía fékk völd með því að ljúga undirbjó Moróní Nefítana til að treysta Guði. Hann setti frelsistáknið á hvern turn í landinu til að minna þá á loforð þeirra. Hermenn Morónís undirbjuggu borgir Nefíta fyrir stríð. Þeir byggðu veggi og grófu skotgrafir til að gera borgirnar öruggar og öflugar.

Alma 46:36; 48:7–18

Ljósmynd
Hermenn Amalikkía skjóta örvum að borg Nefíta

Þegar Lamanítarnir komu til að berjast, komust þeir ekki inn í borgir Nefíta. Veggirnir og skotgrafirnar sem hermenn Moróní höfðu byggt stöðvuðu þá. Margir Lamanítar létust þegar þeir réðust á Nefítana. Amalikkía var mjög reiður. Hann lofaði að drepa Moróní.

Alma 49:1–27

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi talar til Nefíta eftir bardaga

Nefítarnir þökkuðu Guði fyrir hjálpina og verndina. Þeir gerðu borgirnar enn öruggari og byggðu fleiri borgir. Stríðið við Lamanítana hélt áfram en Guð hjálpaði Moróní og hersveitum hans að tryggja öryggi Nefíta. Nefítarnir voru ánægðir. Þeir hlýddu Guði og voru trúfastir.

Alma 49:28–30; 50:1–24

Prenta