Scripture Stories
Trú drottningar


„Trú drottningar,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

„Trú drottningar,“ Sögur úr Mormónsbók

Alma 18-19

Trú drottningar

Finna gleði í Jesú Kristi

Ljósmynd
eiginmaður drottningar fellur í gólfið

Drottning Lamanítanna ríkti með eiginmanni sínum, Lamoní konungi. Konungurinn bað Nefítan Ammon að kenna sér um Drottin. Konungur trúði því sem Ammon sagði honum. Konungur kraup til að biðjast fyrir og bað Drottin að fyrirgefa sér. Er hann baðst fyrir, féll konungur í gólfið. Hann leit út fyrir að vera dáinn.

Alma 18:21, 24–42

Ljósmynd
drottning horfir á fallinn eiginmann sinn

Þjónar konungs fóru með hann til drottningar. Þeir settu hann í rúmið hans. Hann lá þar sem lífvana í tvo daga og tvær nætur.

Alma 18:43

Ljósmynd
drottning talar við þjón

Á þeim tíma voru drottningin og börn hennar mjög sorgmædd. Þau dvöldu hjá konungi og syrgðu hann. Sumir sögðu að jarða ætti konunginn. En drottning vildi fyrst tala við Ammon. Hún heyrði að hann hefði mátt Guðs. Þjónar drottningar báðu Ammon að fara til drottningarinnar.

Alma 18:43; 19:1–3, 5

Ljósmynd
drottning talar við Ammon

Drottningin sagði Ammon að hún hefði heyrt að hann væri spámaður Guðs. Hún bað Ammon að líta á konunginn. Ammon vissi að konungurinn væri á lífi. Það var máttur Guðs sem olli því að konungurinn sofnaði. Ammon sagði drottningunni að eiginmaður hennar myndi vakna upp næsta dag.

Alma 19:3–8

Ljósmynd
Drottning hvílir höfuð sitt á eiginmanni sínum

Drottningin treysti Ammon og trú hennar var mikil á Drottin. Hún trúði því að eiginmaður hennar myndi vakna upp næsta dag. Ammon sagði henni að hún væri blessuð vegna hennar miklu trúar. Hann sagði drottningunni að hún hefði meiri trú en hans eigi fólk hefði haft. Drottning vakti yfir eiginmanni sínum alla nóttina.

Alma 19:9–11

Ljósmynd
drottning glöð því eiginmaður hennar vaknaði

Daginn eftir vaknaði konungurinn. Hann sagði drottningunni að hann hefði séð Jesú Krist. Drottningin og konungurinn vissu hversu mikið Jesús elskaði þau og voru full af gleði.

Alma 19:12–13

Prenta